Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 13
■77— samþykkt, aS fresta máli þessu til óákveðins tíma seinna á þinginu. „Sameiningin“, þriðja máliS á dagskrá, lá þá fyrir. En með því aS féhirðir útgáfuncfndarinnar, hr. Jón A. Blöndal, skýrði frá, að reikn- ingar blaðsins væri eklci alveg til, var ályktað, að fresta einnig því máli þangað til reikningar gæti orðið lagðir fram. Sunnudagsslcólamálið var þá tekiö fyrir. En umrœður urðu ekki miklar og snerust nálega eingöngu um það, að hið nýja blað, „Kennarinn", sem stofnað var í fyrra til stuðnings sunnudagsskólum vorurn, heföi reynzt injög þarft fyrircoeki, sem sjálfsagt væri aS hlynna að framvegis. Bending kom þó fram um það, aS heppilegt myndi, að sunnudagsskólakennarar hefði árlega fund í sambandi við kirkjuþingið til þess að roeða um málefni sunnudagsslcólanna, í líking við sambandsfund bandalaganna, sem nú ætti í fyrsta sinn að halda meðan stœði á þessu kirkjuþingi. Yiðvíkjandi „Kennaranum", útgáfu þess blaðs og ritstjórn var þessi tillaga borin fram og samþykkt: „Kirkjuþingið lýsir yfir ánregju sinni meS sunnudagsskóla- biaðið „Kennarann11, sem út hefir komið þetta ár, og þakkar út- gefandanum og séra Birni Jónssyni, sem haft hefir ritstjórn þess á hendi, fyrir verk hans, ásamt þeim mönnum, sem með honum hafa starfað. það kýs séra Björn B. Jónsson hérmeð fyrir ritstjóra blaösins framvegis og loggr söfnuöum sínum á hjarta, að vinna sem allra bezt að útbreiðslu blaðsins meðal sunnudagsskólalýðsins og ungmenna yfir höfuð.“ Bandalagsmálið var að því leyti tekið fyrir, að séra Jón J. Clomens, einn hinna þriggja manna í nefndinni, sem síðasta kirkjuþing setti í því máli, skýrði frá, að séra Jónas A. Sigurðsson — þriðji maðr nefndarinnar var hr. Runólfv Marteinsson—hefði skömmu áðr en hann lagði á stað í sína Islands-ferð í nafni nefndarinnar boðað til sameiginlegs bandalagsfundar, er halda ætti hér í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg næstkomanda þriðjudag, í því skyni, að reyna að koma á sambandi milli hinna ýmsu bandalaga í söfnuðum kirkjufélagsins. IJann gat þess og, að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.