Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 8
—72— ar vígðu kirkjur eru nú 12, en 5 eru óvígðar (í Grafton, Mikley og rjallasöfnuði og hinar tvær nýju, sera þegar voru nefndar). Kirkjan í Grafton hefir verið stœkkuð og prýdd, endrbyg'ging kirkjunnar í Selkirk haldið áfram, og að áhöldum hafa fiestar kirkjurnar meir og minna auðgazt, og' er það að miklu leyti að þakka ýmist kven- félögum safnaðanna eða handalögunum eða einstöku velviljuðum safnaðarlimum. Og er þetta eitt merki vaxanda kirkjulegs áhuga hjá fólki voru. Víðasthvar í söfnuðum þeim, sem notið hafa stöðugrar prests- þjónustu, mun trúbótarinnar lútersku hafa verið minnzt við guðsþjón- ustur á reformazíónardaginn 81. Okt., sem síðastliðið ár bar upp á sunnudag, eða næsta sunuudag á eftir. Og við þau tœkifœri hefir að minnsta kosti sumsstaðar í þeim söfnuðum verið skotið dálitlu fé saman missíónarstarfi kirkjufélagsins til stuðnings. Fyrir þvi sam- skotafé gjörir gjaldkeri grein í sinni ársskýrlu. Askoran kom inn á lrirkjuþing í fyrra frá W. C. T. U., hinu kristilega kvenfélagi til stuðnings bindindi víðsvegar um heim, um það, að kirkjufélag vort mælti með því, að prestar í prédikunum sín- um vekti athygli á hindindismálinu fjórða Sunnudag í Növember framvegis. Og' samþykkti þingið, að taka áskoran þessa til greina. Eg veit ekki vel, hvort prestarnir yfir höfuð hafa sinnt þessu árið, sem leið. Líklega hefði eg gleymt því, hefði söfnuðr minn ekki minnt mig á það. Þetta er nú smáatriði. En af því að kirkjuárið byrjar oftast með fjörða sunnudegi í Nóvemher, þá er óhentugt, að binda þetta sérstaka mál einmitt við þann helgidag, sízt stöðugt, og fœri frá sjónarmiði lútersku kirkjunnar betr á því, að bindindismálsins væri heldr minnzt í prédikunum einhvern annan dag um sama lej'ti ársins, og þá um leið—oins og líka við önnur tœkifœri—af prestun- um leitazt við að glœða hjá almenningi áhuga fyrir bindindi í hinum víðtœka, en jafnframt frjálslynda skilningi kristindömsopinberun- arinnar. Málgagn kirkjufélagsins ,,Sameiningin“ hefir komið út á árinu á sama hátt og áðr. og munuð þér sjá á skýrslu þeirri, er útgáfunefnd- in leggr fram, að fjárhagr blaðsins hefir farið batnandi, og er for- manni nefndarinnar, hr. Jón-i A. Blöndal, víst öðrum fremr fyrir það þakkanda. Eins og til stöð byrjaði nýtt mánaðarrit, ,,Kennarinn“, sömu stœrðar og ,,Sam.“, að koma út í haust til stuðnings sunnudags- skólamáli voru og kristilegri barnauppfrœðing yfir höfuð. Hin áskilda áskrifendatala fékkst í söfnuðunum, svo að hr. Westdal í Minneota gat látið verða af útgáfu ritsins. Séra Björn B. Jónsson hefir verið ritstjórinn og leyst það starf vel og samvizkusamlega af hendi. Ars- rit prestanna ,,Aldamöt“, undir ritstjórn séra Friöriks J. Bergmanns, heldr og áfram að koma út, til ánœgju einlægum vinum kirkju og kristindóms bæði í höpi vorum hér og úti á íslandi og væntanlega trúarlífinu á báðum stöðum til eigi all lítils stuðnings. Œskilegt væri þö, að öll þessi tímarit gæti fengið meiri útbreiðslu, orðið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.