Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 22
—8G— YfirskoSunarmenn lýstu skriflega yfir ]n í, aS allar trygg- ingar í'yrir útlánum úr skólasjóði væri að þeirra áliti góðar og það fé því í alla staði óhult. Féhirði skólanefndarinnar, hr. Friðjóni Friðrikssyni, var þakkað fyrir starf hans. Samþykkt var, að skólanefndinni væi'i falið, að semja um bókfœrslu skólasjóðsins næsta ár fyrir þóknan. Nœsta kirJcjuþing var ákveðið að halda skyldi I kirkju Hallson-safnaðar samkv'æmt tilboði þaðan. Annað tilboð kom frá Garðar-söfnuði. Svo látandi tillaga til yfirlýsingar um bindindismáliff var borin upp af hr. Jóni A. Blöndal og samþykkt: „Yér látum hér með í Ijósi ánœgju vora og gleði yfir því, að bindindismálið er nú lcomið á það stig hér í Canada,að búast má við,að innan skamms verði almenningi ríkisins gefinn kostr á, að láta í ijósi með atkvæðum sínum.hvort þeir sé með því eða mót, að með lögum verði bannaðr allr innflutningr, tilbúningr og sala áfengra drykkja innan ríkisins. Vér erum þeirrar skoðunar, að slík lög, ef þeim er rétt og samvizkusamlega framfylgt, geti orðið til ómetanlegrar bless- unar fyrir land og lýð. Vér óskum og vonum, að sá tími fari í hönd, að fulltrúar þjóðanna verði ekki neyddir til þess að leyfa fyrir endrgjald, að selja megi til neyzlu þó vöru, er hefir svo mikla spilling í för með sér, sem af almenningi er viðrkennt að áfengir drykkir hafi.“ Tekjur Jcirkjufélagsins fyrir þetta ór áætlaðar $150 eins og í fyrra. Samþykkt var, að fylgja þeirri aðferð, að leita samskota til missíónarsjóðs við guðsþjónustur safnaðanna á reformazíónar- deo-inum 31. Okt. eða einhvern næstu sunnudaga: í sJcólancfndina voru kosnir : Friðjón Friðriksson, Sig- tryggr Jónasson, séra Björn B. Jónsson, séra Jónas A. Sigurðs- son og Magnús Pálsson. O O / Til yfirskoðunarmanna fyrir næsta ár voru kosnir : Arni Eggertsson og Jón þórðai’son. Kirkjuþingið þakkaði Fyrsta lút. söfnuði í Winnipeg fyrir góðar viðtökur og íorseta fyrir lians starf á þinginu. Að ending var sungið sálmsvers, séra N. Steingrímr þor- láksson flutti bœn og forseti sagði kirkjuþinginu slitið,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.