Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 27
—91— stór liluti fólksins vildi halda fast viS hinn forna heiSna siS. Og þá tóku heiðingjarnir þaS ráð, að blóta tveim mönnum úr hverjum landsfjórðungi—en vel að merkja illvirkjum, er taldir voru réttdræpir—og heita á goðin, til þess þau eklci léti kristni ganga yfir landið. En í annan stað höfðu kristnir menn fund með sér, í því skyni, að styðja framgang síns máls. Og þar varð það að ráði og samþylckt, að valdir skyldi úr hópi þeirra )afn-margir rnenn og heiðni flokkrinn hafði kosið sér, einnig til nokkurskonar fórnargjörðar, hinu heilaga máli sínu—kristin- dóminum—til eflingar. Tveir menu úr hverjum fjórðungi landsins voru tilnefndir,—og um leið gáfu þeir sig af eigin frjálsum vilja fram,—hinum sanna, lifanda guði, sem í Jesú Kristi er opinberaðr, til fórnar. En það voru einhverjir beztu og ágætustu mennirnir, sem sá flokkr—og þá um leið þjóðin í heild sinni—átti þá til í eigu sinni. Og fórnargjörðin, sem þar var um að rœöa, var fólgin í því, að þessir vönduðustu menn slcyldi lifa því betr og syndvarlegar en áðr, í fyllsta skilningi— eftir því, sem menn þá báru skyn á—helga líf sitt guði. Slíka fórn kölluöu þeir sigrgjöf við drottin vorn Jesúm Krist, því með þessu inóti töldu þeir sér og sínu málefni sigrinn vísan, eins og lílca brátt reyndist. þetta ráð og þessi frjálsa ályktan var í fögru samrœmi við bœnina frelsarans fyrir lærisveinum sínum í texta vorum : „Helga þú þá í þínum sannleika“,— talandi vottr þess, hve merkilega ljóst það stóð fyrir forfeðrum vorum undir eins þá, live makalausa þýðing það hefir á öllum címum fyrir framgang kristninnar, hve ómissanda það er til þess að sem flestir og á sínum tíma allir geti orðið eitt í kristi- legum skilningi, að þeir, sem standa fyrir kirkjumálunum, birtist í allri sinni framkomu sem guði helgaðir menn, láti líf sitt verða líf í sannleikanum, leytí frelsaranum að hafa sig fylli- lega á valdi sínu og skína út úr persónu sinni, hafi hug til þess aö verða sjálfir litlir, svo litlir, að þeir svo að segja hverfi á bak við drottin Jesúm. Vinir mínir, höfum þetta allir í huganum nú um leið og vér tökum til starfa fyrir hið góða málefni á þessu kirkjuþingi. Um leið og vér hugsum um hið göfuga markmiS kirkjufélags vors—það að allir vorrar þjóðar menn fái orðið eitt í trúnni á mannkynsfrelsarann Jesúm—, þá hugsum um þessi bœnarorð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.