Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 24
—88— sveitir, fái sameinazt á sama hátt. Hann biðr þess, að hin kristilega vinna vor, sameiningarstarfið vort, blessist. Og að því leyti, sem það hefir að undanförnu blessazt, er það vitanlega eingöngu honum að þakka,—honum, konungi kirkjunnar, sem gefið hefir oss hið heilaga frelsisorð,—honum, hinum kærleiks- ríka frelsara vorum, sem bað svo dýrðlega fyrir sínum læri- sveinahöpi áðr en hann gekk út í píslir friðþægingarinnar og biðr síðan jafnt og stöðugt í himninum fyrir kristni sinni hér á jörðinni. En að því leyti, sem kirkjustarf vort ekki hefir heppnazt, eða blessazt, þá er það eingöngu oss að kenna, oss, sem tekið höfum það liiutverk að oss, að bera kristindömsmál- efnið fram fyrir almenning. Eg segi ekki með því, að það hafi verið eða sé á voru valdi, að fá allfc vort fólk til þess að beygja sig fyrir kristindóminum, safnast trúað og tilbiðjanda inn í kirkju Krists og prýða svo það andlega heimili með sann- kristilegu lífi, Slíkt var ekki á valdi postulanna til forua, þótt fullir væri af heilögum anda. þeir, sem kristindómsboðskapr- inn útgengr til, geta auðvitað beitt frjálsræði sínu þannig, að þeir jhnist láti hann sem vind sér um eyru þjóta, sinni honum ekki að neinu, ellegar rísi upp til mótspyrnu gegn honum. Slíkt kom eins og alkunnugt er fram, þá er Jesús í eigin per- sónu vann sitt guðs ríkis starf og postularnir siðan eftir að hann var líkamlega frá þeim farinn. En starfið blessaðist þó dýrðlega þrátt fyrir það. þess vegna væri ekki heldr rétt að segja, að vort kirkjustarf haíi misheppnazt eða vanblessazt, þó að það vitanlega hafi orðið fyrir all-harðri mótspyrnu, eða þó að hinn kirkjulegi flokkr vor sé enn, ef til vil!, í minna hluta. En að því leyti, sem kristmdómrinn ekki kemr fram sem upplyft- anda afl í lífi safnaðarlimanna og félagslífi kirkju vorrar yfir höfuð, að því leyti má réttilega tala um vanblessan yfir verki voru. Og þó að sannarlega megi eigi all-fátt tilfœra, sem bendir ótvíræðlega á drottinlega blessan yfir hinu kirkjulega starfi. er hjá oss hefir verið unnið, nokkurn vöxt og viðgang bæði hið innra og út á við, þá efast eg ekki eitt augnablik um það, að þér allir, brœðr góðir, játið hátíðlega, að kristindómslíf safnaða vorra er mjög ófullkomið, sjúkt óg stór-gallað, og það með, að það hefði, þrátt fyrir allan mótblástr frá andstœðingum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.