Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 4
—68— síðastliðið sumar, og þá var Melanktonssöfnuðr þar myndaðr, hina í Apríl í vor. Enn fremr ferðaðist hann í September til Selkirk og þaðan til Mikleyjar og Nýja Islands-þyggðanna á meginlandi. I þessu byggðarlagi er svo sem kunnugt er prestakall séra Odds V. Gíslasonar, en síðan trúmálaruglingrinn kom þar upp um árið, nokkru áðr en séra Oddr kom frá Islandi og tðk þar við prestsþjónustu, hefir mikill liluti fðlksins staðið utan kirkju og safnaðarlíf kirkjumannanna víð- asthvar verið mjög veikt. Til þess að styðja séra Odd í starfi hans og vekja kristilegan og kirkjulegan áhuga hjá Ný-íslendingum yflr höfuð fðr séra Jðnas ferð þessa, og hefir vafalaust eins mikill árangr orðið af ferðinni eins og við varð búizt eftir því, sem á stðð. Af skýrslu þeirri, er séra Jðnas ritaði um þetta missíónar-starf og sendi ,,Sameiningunni'‘, má sjá, að hugir margra Ný-íslendinga hneigjast miklu meir í kirkjulega átt en margir munu hafa búizt við eftir því ýmsa, sem þar liefir um liðin ár á dagana drifið, og það eigi að eins meðal þeirra, er taldir eru til hinna lútersku safnaða þeirra byggða, heldr líka í hðpi þeirra, er fyrir utan standa. Einn hinna eldri safnaða þar, Fljötshlíðarsöfnuðr, hafði um tvö undangengin ár legið í d.áii en nú töku um 70 manns sig til og endrreistu hann. I Isafoldarbyggð, þar sem aldrei hefir verið nein safnaðarskipan, hét fðlk því, að vinna bráðlega að myndan safnaðar; og bæði í Breiðuvík og á Gimli tjáðu menn sig sömuleiðis hlynnta safnaðarmyndan. Ekki verðr séð af skýrslu séra Jönasar, að neinum mötmælum hafi verið haldið fram af hálfu utansafnaðarmanna í Mikley gegn eignarrétti lúterSka safnaðar- ins til kirkjunnar þar. Og bæði þar og annarsstaðar í Nýja Islandi var séra Jðnasi tekið mjög vel af almenningi. Lakast var, að hann fékk ekki í ferðinni tœkifœri til að heimsœkja fölk í syðra hluta Víðinesbyggðar, þar sem þö er einn smásöfnuðr kirkjufélaginu tilheyr- andi. í Selkirk prédikaði séra Jðnas bæði á ferðinni fram og aftr og talaði við fðlk um kirkjumál. Og nú í Maí, rétt áðr en hann hélt á stað í ferð sína til Islands, heimsðtti hann Selkirk-búa einnig. Söfnuðrinn þar sleit í fyrra prestsþjönustusambandi við séra Odd, þótt hann stundum hafi prédikað þar síðan. En hinsvegar hefir þess verið leitað af Söfnuðinum við séra Jðnas, að hann vildi gjör- ast þar reglulegr prestr, án þess þð að hann enn sem komið er hafi sóð sér fœrt að taka þeirri köllun. í haust, í September, réðst séra N. Steingrímr Þorláksson í mis- siðnarferð til nýbyggðarinnar á vestrströnd Manitoba-vatns, sem liann árinu áðr hafði einnig heimsðtt. Hann ætlaði í þetta skifti einnig að heimsœkja byggðirnar austan við vatnið. en gat ölientugra ástœðna vegna ekki komið því við. — I Ágúst gjörði séra Björn B. Jónsson sér ferð til Watertown í Suðr-Dakota, þar sein dálítill hðpr íslendinga á heima. Enn fremr í September til Minneapolis og Du- luth. í hinum fyrr nefnda af bœjum þessum er mjög fátt af fðlki voru, en þar á mðti ibýsna margt í Duluth, enda myndaðist þar eitt sinn ís- lenzkr söfnuðr í sambandi við kirkjufélagið, en hann uppleystist bráðum, vafalaust sökum prestsþjðnustuskorts.—í Oktðber heimsðtti

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.