Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 6
—ÍO— ályktaði, að biðja séra Hafstein Pétrsson, prest Tjaldliúðarsafnaðar hér í bœnum, að veita sér prestsþjónustu um tíma þetta sama vor. Skyldi eg það á fyrirspuminni, að nokkur hluti safnaðarins hefði talið þetta rangt, þar sem nefndr prestr stendr fyrir utan kirkjufé- lagið, og hafa sömu menn líklega búizt við, að eg teldi þetta einnig rangt. Upp á fyrirspumina svaraði eg því, að þó að vafalaust hefði verið réttara af söfnuðinum að leita fyrst til prestainnan kirkjufélags- ins, þá gæti mér ekki komið til hugar í félagsins nafni að mötmæla þessari ályktan safnaðarins. Því fyrst og fremst myndi slík mötmæli að eins verða til þess að aulca flokkadrátt i söfnuðinum, og í annan stað bæri eg alls engan kvíðboga fyrir því, að neitt illt myndi leiða af komu séra Hafsteins vestr, og það því síðr sem kunnugt væri, að bæði hann og Tjaldbúðarsöfnuðr væri nú. í anda hlynntari kirkjufélaginu en nokkurn tíma áðr. Mér þykir réttara að geta um þetta, þó að það sé í rauninni prívat-mál, fyrir þá sök, að eg hefi síðar frétt, að séra Hafsteinn hafi orðið fyrir talsverðu mötkasti í Þingvallanýlendu og að þess hafi af sumum verið getið til, að það mótkast hafi verið af mínum eða kirkjufélagsins völdum. Næst missiónar-starfsemi kirkjufélagsins er að geta samtalsfund- anna út af trúar- og kirkjumálum, sem haldnir hafa verið á árinu í liinum ýmsu söfnuðum samkvæmt bending fyrri þinga. Alls hafa 9 slíkir fundir haldnir verið eftir því, sem eg veit bezt. Hinn fyrsti þeirra var haldinn í kirkju Argyle-safnaða 18. Oktöber, og höfðu menn þrjú mál þar til meðferðar: kvöldmáltíðarsakramentið, inngöngu kirkjufélagsins í Qenernl Council og skölamálið, og voru þar með leik- mönnum safnaðanna þrír af prestum kirkjufélagsins viðstaddir. Næsta dag á eftir að kvöldinu var samskonar fundr haldinn í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg og sömu prestarnir þar við. En umrœðuefnið á þeim fundi var: sakramentin, einkum skírnarsakra- mentið. í St. Páls kirkju í Minneota var samtalsfundr í miðjum Növember, sem fölk úr öllum söfnuðum þeim, er séra 'Björn B. Jöns- son þjónar, tök þátt í, og var þar rœtt um helgidagahald. Á fundi í Lincoln-söfnuði, sem heyrir til sama prestakalli, 11. Pebr. var umrœðu- efnið: Hvað er það að vera kristinn maðr? Á hvorugum funda þessara voru aðrir prestar en prestr þeirra safnaða. Þrír samtals- fundir voru í haust hvern daginn eftir annan haldnir í prestakalli séra Friðriks J. Bergmanns: í kirkju Víkrsafnaðar að Mountain 18. Növ., og var þar rœtt um þýðing þess fyrir fólk að standa í kristnum söfnuði, í Garðar-kirkju 19. Növ. og kirkju Þingvallasafnaðar á Ey- ford 20. Nóv.. og var á báðum þeim fundum rœtt um sakramentin. Fjórir prestar söttu þessa fundi alla þrjá. Og loks voru í vor tveir samtalsfundir haldnir í prestakalli séra Jónasar A. Sigurðssonar: í kirkju Pótrssafnaðar 25. Marz og Hallson-kirkju degi síðar. Á fyrra fundinum var umrœðuefnið: lúterska kirkjan, sérkenni hennar og hversvegna vér eigum að heyra henni til; og á hinum síðara: guðs orð. Fyrra daginn voru fimm prestar viðstaddir og fjórir hinn síðara. Þött bein hluttaka almennings í umrœðunum um hin eiginlegu trú-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.