Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.08.1898, Blaðsíða 30
—94— unuin þótti nijög vænt um sunnudagsskólann,og gekk hann yfir höfuS heldr vel. A eftir kennslu sungu þau eina þrjá eða fjóra sálma, og kynnast þau brátt meS þessu móti talsverSu af sálm- um og lögum. Miðvikudaginn, 20. Júlí hóf eg ferS mína til Eed Deer-ný- lendunnar í Alberta. Eftir hér um bil þrjú dœgr var eg kom- inn til Calgary. þar beiS eg í 5 klukkutíma og hélt svo áfram eftir Edmonton-brautinni 75 mílur norðr til Innisfail; og var eg þá búinn að fara hér um bil 920 mílur frá Winnipeg. Eftir litla dvöl í Inuisfail fékk eg keyrslu með skozkum manni út til íslendinganna. Hjá þeim dvaldi eg svo í nær tvær vikur og hafði alls 4 guðsþjónustur, er allar voru mjög vel sóttar eftir því, sem ástœður leyfðu. Hin fyrsta og hin síðasta voru í suðr- hluta byggðarinnar nálægt Tindastóls-pósthúsi, en af hinum var önnur í norðausturhluta byggðarinnar í prívathúsi, en hin, á sunnud. 31. Júlí, í húsi Hólaskóla í norðvestrhluta byggðarinn- ar, og var það skólahús fullt og þó nokkrir úti. Yfir liöfuð létu menn í Ijósi mjög mikla ánœgju yfir því, að fá þannig tœkifœri til að koma saman til að dýrka guð og heyra á ný guðs orð pré- dikað á sínu máli og samkvæmt vorri lútersku trúarjátning eftir öll þau 9—10 ár, sem þeir hafa farið á mis við allt þess- konar. Mjög einlægir og áhugamiklir kristindómsvinir eru þar ekki svo fáir, fullt eins margir og í öðrum prestlausum byggð- um, er eg hefi farið um; og all-flestir myndi reiöubúnir að styrkja kristilegan félagsskap þar í byggðinni. Eg hafði gott tœkifœri til að kynnast fólki þar, því eg heimsótti hvern ein- asta búanda. Fólk er þar almennt glaðlynt og mjög kurteist, og var mér tekið sem bróður hvert sem eg fór og ekkert látið eftir liggja til að gjöra mér dvölina sem allra skemmtilegasta. Af félögum í byggðinni eru tvö: kvenfélag og lestrarfélag. Kvenfélagið hefir meðal annars haldið uppi sunnudagsskóla á vissum tímabilum, og hafa þær húsfrúrnar Sigrlaug Kristinns- son og Hólmfríðr Goodman veitt skólanum forstöðu. Slík við- leitni er þakkarverð, enda er mjög mikil þörf á kristindóms- uppfrœðslu fyrir œskulýðinn í þeirri byggð eins og í öllum prestlausum byggðum. Skömmu áðr en eg fór úr byggðinni tók eg þátt í þjóðminningardagshaldi byggðarmanna, 2. Ágúst> samkvæmt ósk þeirra, með því að tala fyrir minni Vestr-íslend-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.