Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1906, Síða 3

Sameiningin - 01.11.1906, Síða 3
259 starfsemi sinni áfram i Gyðingalandi hátt á annað ár, þá sendir hann frá sér hina útvöldu tólf lærisveina sína víSsvegar um hyggðir og borgir landsins til þess í hans nafni að flytja öllum boðskapinn um guðs ríki — fagnaðarerindi'ð um hann. Og til sannindamerkis um það, að þeim boðskap þeirra sé öllum óhætt að trúa, veitir hann þeim vald til að framkvæma yfirnáttúrleg kraftaverk, öll í líknaráttina, — segjandi: „Læknið sjúka, lífg- ið dauða, hieinsið líkþráa, rekið djöfla út.“ Og bœtir við: „Þér hafi'ð fengið þetta kauplaust; gjörið það og kauplaust." Fftir að nokkrir mánuðir eru liðnir og þeir tólf postular eru komnir til hans aftr úr þessari missíónarferð sendir hann á líkan hátt út, úr hópi þeirra, er tekið höfðu trú á hann og voru í fylgd hans, nýja ermdsreka, ekki færri en sjötíu að tölu, með ná- kvæmlega sama boðskapmn, en lika með sama umboði og valdi frá honum til að framkvæma líknandi kraftaverk. Að eins til ísraelsmanna eða Gyðinga voru hvorirtveggja þessara erinds- reka sendir. Því af góðum og gildum ástœðum, sem vér getum vel ski'ið.batt frelsarinn starfsem'i sína enn eingöngu við það fólk, lýðinn útvalda, sem einn hafði til sín fengið fyrirheitin um Messías. En eftir aö friðþægingarverk Jesú er fullkomnað, hin jaröneska æfi hans á enda og hann er til þess búinn að hverfa burt hé'ðan, stíga upp í hina himnesku dýrð, þá veitir hann læri- sveinum sínum, þeim er hann skildi hér eftir, umboð til að fara með kristindómsboðskapinn út um allan heim, til allra þjóða, og samfara því umboði vald til að gjöra kraftaverk — nákvæmlega sömu líknandi tegundar og þau, er hann sjálfr hafði framkvæmt nð undanförnu meðan hann dvaldi hér í mannlegu holdi. Eftir að kristin kirkja með hvítasunnu-uridrinu einstaklega ;r risin upp í heiminum sýna mennirriir, sem köllunina höföu íengið til áð halda uppi fagnaðarboðskapnum um Jesúm, að þeir stóðu í þjónustu hins guðlega kærleikskonungs, meðal annars og sérstaklega með líknarundrunum yfimáttúrlegu, sem þeir fram- kvæmdu. Þó heldr slík kraftaverkatíð ekki stöðugt áfram. Þannig löguð tákn og stórmerki eru augsýnilega sérkenni post- ulatíðarinnar, hætta að miklu eða öllu leyti í sögu kirkjunnar og kristinnar trúar eftir að kynslóðin, sem samtíða var þessum frumvottum drottins vors Jesú Krists, er hnigin til moldar. En l'knarstarfsem'in kristilega samfara prédikan guðs orðs, fagn- aöarboðskaparins um frelsarann, dvínaði elcki fyr'ir því, og á.tti vissulega að vilja hans aldrei að dvína. í frumsöfnuðinum i.ristna í Jerúsalem var snemma undir leiðslu heilags anda ráð- stöfun fyr’ir því gjórð, að þar gæti á reglubundinn hátt orðið rekin víðtœk og blessunarrík líknarstarfsemi af trúuðum almenni'ngi.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.