Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.11.1906, Side 14

Sameiningin - 01.11.1906, Side 14
270 lega bar vi'íi, aö dag þann, er fundrinn skyldi standa, var ófœrt vtðr, svo. ekki komu aðrir til kirkjunnar en prestarnir. Vonazt var eftir, aö unnt yröi aS stofna til fundar nokkrum dögum síö- ar, en ekki gat úr því orðið, meö þvi rétt eftir þá, helgi fékk séra Kristinn símskeyti um aö koma tafarlaust héim til hættulega veikrar móöur sinnar. Fermng: Sd. 28. Okt. fór fram ferming í Marshall-söfn- uði. Ungmennin, sem þar voru fermd, höföu sökum vankunn- áttu á íslenzku numiö lærdóm sinn á ensku og fór þvi guðs- þiónustan og fermingin fram á ensku. Var þar margt saman komiö af enskumælandi bœjarfólki, og þótti því fólki ferming- arathöfnin sérlega hátí'öleg. B. J. B. ------o----- FRA ARGYLE-SÖFNUÐUM. Eins og áör hefir veriö getiö í „Sam.“ var kirkju safnað- anna töluvert breytt að innan á síöastliðnum vetri. Voru þá um le'iö ýmsir munir pantaöir handa kirkjunni, en þeir voru ekki all- ir t ljúnir og hingaö komnir fyrr en seint í September. Fyrir miðjum austrstafni, á pallinum, sem gjörðr var yfir þvera kirkj- una, stendr altari mjög vandað og fagrt, úr 1 jósleitri eik, og er þaö 15^2 fet á hæö. Á því stendr tilkomumikið Krists-líkneski úr sté'nsteypu, og er þaö gjört eftir mynd þeirri, er Thorvald- sen gjöröi handa Frúarkirkju í Kaupmannahöfn. Á altariö er breíddr dúkr úr rauöu flaueli með gullkögri. í horninu til vinstri handar við altarið er orgelið, og stólar handa söngflokknum þar fyrir framan. En hœgra megin, framarlega á pallinum, er pré- dikunarstóllinn, og eru á honurn ábreiður af sömu gjörö og alt- afisdúkrinn. Fyrir framan altariö hefir verið settr nýr gráöu- hringr úr eik. Kvenfélag Frikirkjusafnáðar gaf altarið og Krists-myndina, og var það keypt hjá W. & E. Schmidt Co. í Milwaukee, Wisconsin, og kostaði hingað komiö rúma $200. — Sunnudagsskólanum íslenzka í Glenboro hefir Friöjón Friðriksson hingað til veitt forstööu. og gegnt því starfi meö stakri alúð, eins og hans er vandi; en við burtför hans tekr Jón Ólafsson, trésmiðr í Glenboro, við stjórn skólans, samkvæmt beiðni fólksins þar. Fr. H. Eftir ósk safnaðarins í Brandon fór eg þangaö seint í f. 111. og hélt þar tvær guðsþjónustur á 20. sd. e. trínitatis, og vont þær mjög vel sóttar. Við fyrn guðsþjónustuna skírði eg sjö börn, ien við hina seinni voru 18 manns til altaris. — Húslestr- ar-guösþjónustum og sd.skóla hefir verið haldiö þar upp'i stöð- ugt um nokkurn undanfarinn tíma, en ekki hafa samt nema til-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.