Lífið - 01.01.1936, Blaðsíða 67
LÍFIÐ
63
og efnisleg lífsfyrirbrigði“: „Jafnvel án þess að
skilja til fullnustu ráðgátur erfðanna, þreytunnar
og aðlögunarinnar, getum vér fært oss í nyt stað-
reyndir þeirra og lögmál".
Ennfremur segir hann: „Sú spurning, sem áður
hefir verið minst á og enn er oftlega rætt um,
hvort hinar lægstu lífverur séu í raun og veru
jurtir eða dýr, er í raun og veru meiningarlaus,
enda eru menn hættir að tala um hana í vísind-
unum, því að einnig án þess að flokka þessar líf-
verur, getum vér ranrtsakað lífsfyrirbrigði þeirra,
og það er aðalatriðið".
Slíkt hlutleysi í vísindalegri hugsun mun einnig
að lokum yfirvinna mótsetningu anda og efnis.
Þeir tímar eru liðnir, þegar menn ímynduðu sér
efnið samsett úr ótal smáögnum.
Hvaðan komum vér? Vér komum frá tímum
þrældómsins. Hvert förum vér? Vér leitum að ríki
hins hugræna og andlega frelsis. Til hvers erum
vér að þrá? Vér viljum veita öllum íbúum jarðar-
innar mannsæmandi tilveru.
Það, sem gengur út yfir þessar nútíma kröfur,
er pólitísk hjáguðadýrkun. Úrslitaspurningin er
®kki þessi, hvernig náum vér í gallalausa heims-
niynd, heldur hin spurningin, hvernig getum
vér með þessari gölluðu heimsmynd, sem við höf-
um, leyst úr vandamálum mannfélagsins.
Heimspekingamir hafa að eins útskýrt heim-
inn, en aðalatriðið er, að breyta honum. Nýjar
framfarir í vísindum eru að eins mögulegar í
rnannfélagi, sem hefir yfirunnið allan þrældóm.