Lífið - 01.09.1936, Page 18

Lífið - 01.09.1936, Page 18
176 LÍFIÐ Eg kvaddi nokkuð snögglega og fór. Síðan hefi eg oft rent huganum til þessara atburða — og skap mitt hefir þá æfinlega komist í ótrúlega mikla æsingu. — Ekki beinlínis eingöngu út af villikettinum —. En----------. FORELDRAR! Keppið að því að ala börn vðar, með aðstoð upp- eldisfróðra manna, þannig upp, að þau verði eins giftu- drjúg og nytsöm og' þjóðfélagslegar aðstæður frekast leyfa. Munið, að þér hafið orsakað tilveru þeirra, og að yður ber lieilög skylda til að búa þau svo vel undir lífið, að þau þurfi ekki síðar á æfinni að óska þess, að þau hefðu aldrei verið til, og jafnframt formæla yður fyrir uppeldi, sem bjó þeim æfiböl. Þér getið ekki framar sagt með sanni, að yður sé ekki unt að ala börn vðar vel upp, því uppeldisvísindin leiðbeina yður til velfarnaðar í þessu, einungis ef þér veitið fræðslu þeirra viðtöku. A þann hátt lærið þér að skilja börn yðar, og árangurinn verður sá, að börnin læra að þekkja sjálf sig. Það er létt fyrir barn að gráta yfir bernskubrekum, sem það getur hætt fyrir, en það er þungt fyrir gamlan mann að gráta glatað líf. J. B.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.