Lífið - 01.09.1936, Page 36

Lífið - 01.09.1936, Page 36
194 LÍFIÐ þar sem bifreiðin valt, hagar þannig til, að mjög lágt er þar niður frá vegbrún og slétt var þar und- ir bifreiðinni, en slíkt er tilviljun. Einu sinni sem oftar mætti eg bifreið, sem hafði tvo menn efst upp á heyhlassinu, lét eg menn þessa, eins og ávalt þegar svo ber undir, fara niður og í annað farar- tæki, en í þessari ferð valt þessi bifreið um, og það á slæmum stað. Slys á umræddum mönnum hefði óhjákvæmilega orðið, hefðu þeir ekki verið farnir ofan af heyfarminum. Bifreiðar með hey- farmi, sem hlaðið er langt upp fyrir stýrishús, eru afarvaltar, vegna þeirrar yfirvigtar, sem á þær kemur við háfermið, og ekki minkar yfirvigtin við það að bæta 2 eða fleiri mönnum þar ofan á. Til dæmis þarf ekki annað en að bifreiðin stöðvist snögglega, vegna þess að eitthvað það kemur fyrir, eins og oft er, að snögg stöðvun er nauðsynleg, þá eru þeir menn, sem uppi eru á háferminu, dottnir niður og þarf ekki einu sinni háfermi til, við höfum haft hér í Reykjavík 3 eða 4 dauðstilfelli á mönn- um, er dottið hafa af vörupalli bifreiða. I haust fór eg framhjá vörubifreið ofarlega í Kömbum. Um leið og eg fór framhjá, leit eg fram- an á bifreiðina, til þess að sjá númer hennar og einkennisbókstafi, en í stað þess að sjá það sem eg ætlaði, sá eg tvo fullorðna karlmenn, sem sátu á stuðaranum og auðvitað skygðu á það, sem eg ætlaði að sjá. Eg beið svo uppi á Kambabrún, til þess að vita hverju það sætti, að farið væri að flytja fólk á stuðurum bifreiða. Það kom þá í ljós, að menn þessir höfðu í fyrstu verið uppi á háferm-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.