Lífið - 01.09.1936, Side 39

Lífið - 01.09.1936, Side 39
LÍFIÐ 197 lægri perum. Þetta eina ljós er oft svo sterkt, að það blindar með öllu þann, er á móti kemur, og engin leið að sjá hvoru megin það er á bifreiðinni, slíkt getur valdið árekstri og hefir gert það. Þeg- ar bifreiðar eru stöðvaðar af þeirri ástæðu, að ljós- in eru ekki í lagi, er svarið vanalega þetta: Ljósin voru í lagi þegar eg fór. Stundum er þetta svar rétt, en í flestum tilfellum er það rangt. Ráðið er þetta. Aðgætið daglega yfir ljósatímann hvort ljós- in eru í lagi. Þá mundi fljótlega minka það, sem n.ú er gert mikið að, að keyra eineygður sem kall- að er. Gætið þess vel að hemlar og stýrisútbúnaður sé í góðu lagi, því það er eitt af því öruggasta til að minka slysin, og umfram alt akið ekki undir áhrifum víns. Stærstu slysin, en svo kalla eg þau slys, sem leitt hafa af sér dauðsföll, hafa flest skeð vegna þess, að sá er ók bifreiðinni, var undir á- hrifum víns eða jafnvel mikið drukkinn. Það þyk- ir óhæfa að skipstjóri sé drukkinn á stjórnpalli eða vélstjóri í vélarúmi við vinnu sína og það er það líka, það er alment talið, að slíkt geti leitt til slysa, og það hefir gert það oft og mörgum sinn- Um og miklu oftar en menn hafa alment hugmynd um. Og er þó ólíku saman að jafna í báðum þess- Um tilfellum, þar sem aðrir menn eru fyrir, til þess að taka við af hinum drukkna manni, og þá má ekki síður taka tillit til þess, hvað skipið í flestum tilfellum hefir miklu meira svigrúm en bifreiðin, svo fremi, að það sé ekki uppi undir landi. Vegir hér á landi er allvíðast svo mjóir, að þeir eru lítið eitt breiðari en bifreiðin er, sem eftir þeim er ekið.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.