Lífið - 01.09.1936, Page 45

Lífið - 01.09.1936, Page 45
LIFIÐ 203 hreinleik vorrar tungu og þeim kostum, sem hon- um fylgja, munu þeir tefla öðru fram til jafnaðar. Á þessar tungur er auðvelt að rita um öll mannleg efni, og sá, sem á þær að móðurmáli, á því auð- veldara með að læra aðrar tungur, sem fleiri orð eru sameiginleg. Og miklu fleira mætti fram færa gegn íslenskunni í slíkum máljöfnuði, þótt hér sé hvorki rúm né ástæða til. Eitt má enn telja íslenskunni til gildis, þótt ekki sé það beinlínis kostur á málinu sjálfu. Aðalafrek þessarar þjóðar á síðari öldum er að hafa varð- veitt órofið samhengið í tungu sinni og bókment- um. Fyrir því eiga íslendingar beinan aðgang að miklu eldri bókmentum en nokkur önnur ger- mönsk þjóð, og hafa getað gert greiðari braut ann- ara þjóða til skilnings á fornum ritum og fornri hugsun. Á þessum grundvelli er reist menning vor heima fyrir og álit vort út á við. Það má því kalla bæði metnaðarmál og nytsemdar að geyma þessa samhengis áfram, en það verður ekki gert nema með því að halda málinu hreinu. Undir eins og vér í málfari voru fjarlægjumst fornöldina, bresta skil- yrðin til að skilja hana. Vér megum og muna, að tungan er oss hlutfallslega enn meira virði en öðrum þjóðum. — Þær eiga fornar byggingar, listaverk, rúnasteina og bautasteina, gripi hvers konar og mannvirki. ísland lítur út eins og ný- lenda, sem bygð hefir verið ein 50 ár, og verkin mannanna bæði fá og þó af vanefnum ger. Tung- an ein tengir oss við fortíðina. Hún er einasta fornleif vor, hennar list vor einasta þjóðlist. Að

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.