Lífið - 01.09.1936, Page 46

Lífið - 01.09.1936, Page 46
204 LIFIÐ henni hefir þjóðin beint öllum sínum kröftum, enda orkað furðu miklu. Mörgum mun þó ekki finnast þessi kostur vega upp á móti þeim annmarka, að tunguna skilja ekki nema h. u. b. 120.000 manns. Þeir myndu fúsir vilja skifta sálufélagi við hina dauðu, ef þeir fengi í staðinn sálufélag við fleiri lifendur. Það er svo mikið píslai'vætti fyrir þann, sem hljóta vill fé og frama fyrir verk sín, að eiga svo fárra les- enda von, að nær því árlega gerast framgjarnir ís- lenskir æskumenn til þess að reyna að nema sér víðari lönd með því að rita bækur á erlendu máli. Þó er það þeim áreiðanlega ekki sársaukalaust, því að öll ritstörf eru móðurmáli höfunda samgróin, en allra helst skáldskapurinn. En af tveim kostum taka þeir þann, sem þeim þykir skárri. II. Eignarhald íslendinga og annara Norðurlanda- þjóða á tungum sínum. Málstreitan í Noregi og Finnlandi er stéttabarátta. Samt erum vér þarna á réttri leið. Afburða ís- lenskunnar fram yfir aðrar tungur verður ekki leitað í tungunni sjálfri (um slíkt má deila enda- laust), heldur í sambandi þjóðar og tungu. íslensk- an er eina málið svo eg viti til, sem hefir það tvent til síns ágætis: að vera ræktað menningarmál og óskift eign allrar þjóðarinnar. Hér á landi eru engar mállýskur, engin stéttamál, ekkert almúga- mál, ekkert skrílmál. Nærri má geta, að ekki hefir tungunni verið að

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.