Lífið - 01.09.1936, Page 50

Lífið - 01.09.1936, Page 50
208 LÍFIÐ finskuna og nýnorskuna ekki annað en hjartans mál fáeinna rithöfunda og hugsjónamanna. Það var rómantísk hreyfing. En eftir því sem lýðfrelsið óx, skildist leiðtogum alþýðunnar betur, að eina ráðið til þess að öðlast jafnrétti fyrir hana, var, að hefja til virðingar tungu þá, sem hún talaði. Ef Finnar hefðu orðið að læra sænsku til þess að taka þátt í stjórnmálum og mentalífi og norskir sveitabúar dönsku, hefðu þeir alt af staðið ver að vígi í samkepninni við þá, sem áttu ríkismálin að móðurmáli. Af þessari orsök varð málstreitan póli- tísk, varð stéttabarátta. Það gerir allar öfgar hennar og skuggahliðar skiljanlegar. En hvernig er nú ástandið í drottinlöndunum, þar sem erlend yfirráð hafa ekki rofið samhengið í þróun móðurmálsins? Eg skal því til skýringar segja frá litlu atviki, sem kom fyrir sjálfan mig í fyrrahaust. — Eg kom til háskólabæjar í Svíþjóð og flutti þar er- indi um ísland. Á eftir var samsæti, mikill gleð- skapur og ræðuhöld. Ein af ræðunum varð mér sérstaklega minnisstæð. Hana flutti ungur vísinda- maður, sem sjálfur hafði verið á íslandi og kunni frá ýmsu merkilegu að segja. Daginn eftir barst samsætið í tal við einn af kunningjum mínum við háskólann. Eg lét í ljósi ánægju mína með þessa ræðu. Hann svaraði: ,,Já, það getur verið, að efnið hafi verið gott, en fyrir okkur Svíana er óþolandi að hlusta á þennan mann. Hann talar með mál- lýskublæ, þó að þú hafir ef til vill ekki tekið eft- ir því“. Seinna fékk eg að vita, að þessi maður

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.