Lífið - 01.09.1936, Síða 50

Lífið - 01.09.1936, Síða 50
208 LÍFIÐ finskuna og nýnorskuna ekki annað en hjartans mál fáeinna rithöfunda og hugsjónamanna. Það var rómantísk hreyfing. En eftir því sem lýðfrelsið óx, skildist leiðtogum alþýðunnar betur, að eina ráðið til þess að öðlast jafnrétti fyrir hana, var, að hefja til virðingar tungu þá, sem hún talaði. Ef Finnar hefðu orðið að læra sænsku til þess að taka þátt í stjórnmálum og mentalífi og norskir sveitabúar dönsku, hefðu þeir alt af staðið ver að vígi í samkepninni við þá, sem áttu ríkismálin að móðurmáli. Af þessari orsök varð málstreitan póli- tísk, varð stéttabarátta. Það gerir allar öfgar hennar og skuggahliðar skiljanlegar. En hvernig er nú ástandið í drottinlöndunum, þar sem erlend yfirráð hafa ekki rofið samhengið í þróun móðurmálsins? Eg skal því til skýringar segja frá litlu atviki, sem kom fyrir sjálfan mig í fyrrahaust. — Eg kom til háskólabæjar í Svíþjóð og flutti þar er- indi um ísland. Á eftir var samsæti, mikill gleð- skapur og ræðuhöld. Ein af ræðunum varð mér sérstaklega minnisstæð. Hana flutti ungur vísinda- maður, sem sjálfur hafði verið á íslandi og kunni frá ýmsu merkilegu að segja. Daginn eftir barst samsætið í tal við einn af kunningjum mínum við háskólann. Eg lét í ljósi ánægju mína með þessa ræðu. Hann svaraði: ,,Já, það getur verið, að efnið hafi verið gott, en fyrir okkur Svíana er óþolandi að hlusta á þennan mann. Hann talar með mál- lýskublæ, þó að þú hafir ef til vill ekki tekið eft- ir því“. Seinna fékk eg að vita, að þessi maður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Lífið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.