Lífið - 01.09.1936, Side 55

Lífið - 01.09.1936, Side 55
LÍFIÐ 213 myndast „nýyrði“, eins og Liverpoolstau (= liver- postej, lifrarkæfa) og sum svo tvíræð, að þau verða ekki sett á prent. Þetta er ekki nema eðlilegt. Aug- lýsingarnar í blöðunum bera þess vott, að margir verslunarmenn kunna ekki sjálfir að fara með er- lendu orðin á varningi sínum. Þá verður það varla heimtað af viðskiftamönnum þeirra. Það má líka segja verslunarstétt Reykjavíkur til maklegs sóma, að henni virðist raun að hrognamáli því, sem veður uppi í viðskiftalífinu, og hefir sýnt mikinn áhuga á að bæta það. Enn er ekki meira af erlendum orðum á alþýðu- vörum en svo, að þau gefa efni í einstakar skrýtl- ur og verða einstöku manni að fótakefli. En ef ís- lenskan verður opnuð upp á gátt fyrir erlend orð (vér höfum dönsk orð í viðbót við Norðurálfuorð- in), þá sést hvernig fer. Þá hverfa broslegu sög- urnar, af því að misbeiting orðanna verður of al- geng, til þess að halda henni á lofti. Þá verður alt tal alþýðu manna mengað málleysum og bögur- yrðum. Þá fær íslensk alþýða sama soramarkið og alþýða annara landa. Hún markar sig því sjálf rfitt í ,,mentun“ 20. aldarinnar. IV. Baráttan við erlendu orðin. — Mest í húfi fyrir alþýðuna. Ef íslensk alþýða á nokkra sök á hendur menta- mönnurn, þá er það fyrir það, að þeir vanda ekki betur daglegt mál sitt en þeir gera. Þegar íslend- ingar læra útlent mál, reyna þeir að tala þau hrein.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.