Lífið - 01.09.1936, Side 74

Lífið - 01.09.1936, Side 74
232 LÍFIÐ ur réttarrannsóknirnar. Undraðist eg manngæði hans og glæsimensku, en einkum þó lægni hans við að fá vesalings ógæfubörnin til þess að opna hjarta sitt og segja hug sinn allan. Veit eg engan líklegri til þess en hann, að hafa djúpsæjan skilning á eðli barna og unglinga. Fer þar saman meðfædd skarpskygni í óvenjulegum mæli og reynsla, sem fáum eða engum öðrum hef- ir auðnast. Ben. Lindsey farast svo orð: ,,Eg hefi starfað um tíu ára skeið í afbrotabarnaréttinum. Eg hefi þar haft til meðferðar þúsundir og aftur þúsundir af drengjum, sem hafa bakað sér og foreldrum sínum svívirðu og fylt líf sitt eymd og hörmung- um, en engan hlut veit eg, sem svo mjög hefir orð- ið orsök að ógæfu þessara drengja, eins og hina andstyggilegu sígarettunotkun. Enginn heiðvirður og hreinhjartaður, djarfur, drenglyndur drengur reykir sígarettur“. Yfirmaður siðbótarskóla fyrir afbrotadrengi í Westboro Massachusetts segir: „Allir þeir dreng- ir, sem sendir hafa verið hingað, hafa reykt sígar- ettur“. Yfirmaður afbrotabarnaréttarins í Washington segir: ,,Á átta árum hefi ég haft undir hendi 16 þúsund afbrotabörn. Og það er oftast reglan, að börnin, sem reykja sígarettur, eru afstyrmi líkam- lega, andlega og siðferðislega veikluð“. í Chicago voru 2402 sígarettureykjendur rann- sakaðir, sem allir voru 1 barna- og unglingaskól- um. Af öllum þeim sæg voru ekki nema 6%, sem

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.