Lífið - 01.09.1936, Side 77

Lífið - 01.09.1936, Side 77
LÍFIÐ 235 Hin fyrri aðferð, að fyrirbyggja tóbaksnautn, er auðvitað langtum heppilegri. — Til þess er best fræðsla um eiturnautnir og áhrif þeirra, því að enginn myndi byrja á að neyta tóbaks, ef honum væru fullljós öll rök með og móti tóbaksnautn; enda byrjar enginn á tóbaksnautn af neinni eðli- legri löngun til þess, því að meðan líkaminn er hreinn af tóbakseitrun valda áhrifin megnri van- iíðan. Þess vegna ættu tóbaksbindindisfélög að vera til við hvern einasta skóla, til þess að hvetja þá, sem enn eru ekki orðnir tóbaksmenn, til þess að vara sig á fyrstu sígarettunum. Að ljá ekki þessum vana litla fingurinn, því að hætt er við, að hann vilji taka meira. í upphafi virðist þetta svo undur gaman, að vera með og skera sig ekki út úr félagsskap, rétt í þetta skifti. Drengurinn hefir nautn af hverri hreyfingu. Honum finst hann vera orðinn stór, eins og aðrir. Og þetta gera svo margir. Það er hjarð- arhvötin og félagshvötin, sem leggjast þar á eitt. Fyrst lengi er manni sama, hvort hann reykir eða ekki, en áður en varir hefir þessi vani læðst inn á hann, svo að hann er orðinn húsbóndi, sem heimtar með frekju stærri og stærri eiturskamta, svo að maður ræður þar ekkert við og losnar ef til vill aldrei við eitrið, og ber það í blóði sínu til æfiloka. Gæfa manns er mjög undir því komin, að grund- völlur að stjóm yfir sjálfum sér sé lagður þegar frá byrjun.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.