Sameiningin - 01.03.1953, Page 4
2
Sameiningin
Hann er upprisinn
Eftir Dr. theol SIGURGEIR SIGURÐSSON biskup
Og hann segir við þær: Skelfist eigi; þér leitið að Jesú
frá Nazaret, hinum krossfesta, hann er upprisinn, hann er
ekki hér; sjá, þarna er staðurinn, þar sem þeir lögðu hann.
(Mark. 16, 6).
Sameiginlegur fögnuður grípur hugi allra íslendinga,
þegar sólin eftir langa og dimma skammdegisdaga tekur að
hækka á lofti og veita straumum sínum yfir byggð og bæ.
Sólin boðar nýjan tíma, boðar vor. Ljósgyðjan er drottn-
ing lífsins. Ungir og gamlir koma að fótum hennar í þrá og
lotningu.
í hennar faðmi vilja þeir dvelja. Þar brosir lífið við
þeim. Hún leiðir inn í land bjartra vona, inn í land sumarsins;
þar er hennar ríki og hennar veldisstóll.
Hvenær eiga mennirnir í jarðardölum sameiginleg
fagnaðarefni ef ekki á páskunum, sigur og sólarhátíðinni, er
lífssólin bjarta rís og sendir geisla sína „of jörð alla?“ Hvaða
fagnaðarhátíð getur verið meiri á jörðu en einmitt þessi,
þegar sól eilífðarinnar rís yfir fjöllin, fjöll jarðlífsörðugleik-
anna, og dreifir skuggunum, þessum mörgu skuggum sorg-
anna, vonleysisins, bölsýnisins, sem oft hvíla svo þungt á
sálum margra manna 1 þessum heimi.
Hvenær er hægt að snerta og hrífa fagnaðarstrengina
í sálum manna, ef ekki nú, þegar minnzt er þess, að lífið
sigrar dauðann, þegar konungur lífsins gengur fram í upp-
risuskrúðanum og mælir hin konunglegu orð til mannkyns-
ins: „Ég lifi og þér munuð lifa.“
Páskamorgunn. Sólin skín líka hið ytra. Það er eins og
geislarnir í hrífandi fögnuði og yndisfegurð séu að reyna
að 'þerra tár þeirra, sem leið sína leggja út að gröf hins
krossfesta, hins bezta vinar. Eins og þeir vildu ná alla leið
inn í hjartað og vekja þar gleði, huggun og von.
Raddir vorsins og lífsins hljóma allt í kring; fuglar
syngja í lofti og fljúga fagnandi með léttum vængjatökum
yfir höfði vegfarendanna, eins og þeir vildu segja: Þú eða
þið eigið líka eitt sinn að fá vængi.
„Horfum ei niður í harmanna þröngbýlu dali.“ Grátið
ekki; horfið upp, upp í Guðs eilífu lönd.
Blómin, þögul og fögur, vinna þennan morgun sitt fagra