Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1953, Síða 6

Sameiningin - 01.03.1953, Síða 6
4 Sameiningin Geislarnir frá upprisusólinni ná inn í dánarheimkynnin, inn í hvert einasta heimkynni, þar sem ævisólin jarðneska hnígur: „Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hrœðstu eigi, Hel er fortjald, hinum megin birtan er.“ Þessi er boðskapur páskanna. Og þessvegna eigum vér að lifa með hið eilífa takmark í huga, tileinka oss eilífðartrúna. Starfa með hana í huga, umgangast mennina með hana í huga, og lifa og deyja með hana í huga. Það er sorgarefnið mikla, ef til vill mesta, að mennirnir gleyma því, að eilífðin er fram undan. Þessvegna fer margt svo hörmulega; þessvegna eru svo margir annmarkar á breytni vorri. Það var einu sinni gömul kona. Hún bjó ein í litlu húsi í skógarjaðri. Yormorgun einn, þegar hún vaknaði, heyrði hún yndisfagran söng úr trénu, er stóð fyrir utan gluggann á skógarhúsinu. Og þannig gekk lengi fram eftir vorinu. Á hverjum morgni bárust henni tónarnir úr trénu. Eftir nokk- urn tíma tók hún eftir því, að litlir ungar voru í nýbyggða heimilinu í trénu, og hún var innilega glöð og ánægð að hafa eignazt þarna nýja vini. En einn morguninn, þegar hún vaknaði, brá svo við, að allt var svo hljótt úti. Hún áttaði sig ekki á því í fyrstu, hverju það sætti. En hún skildi það, þegar hún kom út, óvinurinn, rándýrið, hafði verið á ferðinni og náð upp í hreiðrið, og annaðhvort náð í einhverja af vinum hennar, eða þeir höfðu flúið, hræddir. Þegar gamla konan sá þetta, hrópaði hún ósjálfrátt sárhrygg: Æ, litli fallegi fuglinn minn. Þú áttir að byggja hreiðrið þitt hærra uppi. Frásagan er athyglisverð. Hún varar við að byggja of lágt. Hún hvetur til þess að byggja hærra uppi, á því æðra og eilífa. Staðurinn undir lífsbyggingu mannsins þarf að vera cruggur. Að byggja á eyðumerkursandi efnishyggjunnar er stór- hættulegt. Bjarg eilífðartrúarinnar, það er hinn eini rétti staður til að byggja líf sitt á.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.