Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 6
klæddist purpura og dýru líni og lifÖi hvern dag í dýrlegum fagn- a'Si; en dó að lokum og hóf upp augu sín í Helju, þar sem hann var í kvölum. E8a um óÖalsbóndann, sem var auðsæll mjög i þess- um heimi, og reif niður kornhlöður sínar til að 'byggja aðrar stærri, en var þó í augum Guðs ekki annað en heimskingi, og ó- viðfcúinn dauða sínum og eilífÖ'innii.—Hann fletti Virðuleiks- kápunni af hinum svo kallaða guðræknisflokki þeirrar tíðar; áfelti þá—-sjálfum þeim til mikillarundrunar—fyrir hræsni, og kallaði þá “kalkaðar grafir.” Sagöi, að Guð væri á móti þeim; að dagar Jerúsalems væri taldir og borgin hlyti að falla. Athugum nú í einlægni:—setjum svo, að alt þetta hefði komið fyrir í þessu landi; að einhver aðkomandi maður ókunnur, vígslulaus, og án sýnilegrar heimildar; maður, sem bygði vald sitt á einiberum sannleik orða sinna og á samhygð himnaföðursins, hefði komið fram hér á Englandi og mælt helminginn af þeim þungu orðum, sem meistarinn talaði gegn eigingirni auðsins, gegn kirkjuvöldum og klerkastétt, gegn vinsælasta trúarflokkinum; hugsum oss að slíkur maður segði að alt vort þjóðfélagslíf væri gjörspilt og svikiö,—hugsurn oss, að í staðinn fyrir: “þú blindi Farísei,” hefði orð hans verið: “þú folindi kirkjumaður!” Mundum vér hafa fallið að fótum sliks manns og sagt: “Heyr, þetta er boðskapur frá Guði almáttugum, og flutningsmaðurinn er sonur Guðs; hver veit nema hann geti verið, eins og hann sjálf- ur segir, eingetinn sonur Guðs, Guð af Guði ?” Eða mundum vér ekki heldur hafa sagt: “Þetta er hættuleg kenning; hún getur leitt til uppreistar; maðurinn er brennuvargur; æðisgenginnn, hættulegur, ofstækisfullur lýðæsinga-seggur ?” Og einmitt þetta var dómur manna um frelsarann á æfitíð hans; og það var alls ekki undarlegt, þótt þeir dæmdu hann svo. Gæfir og gegnir Jerúsalemsbúar, sem sjálfir lifðu við öll þægindi, gátu með engu rnóti skilið, hví ekki mætti halda hlutunum í sama horfinu, sem þeim hafði verið haldið i um hundrað ára skeið—því að þeir höfðu aldrei fundið til út af synd og vansæmd og- siðleysi fáráðlinganna, sem hann umgekst með ástríki svo innilegU, að andi hans stundi undir byrðum þeirra. En höfðingj- unum fanst það voðalegt, að friði og velsæld sjálfra þeirra skyldi stofnað í hættu með slíku hrópi. Þeir sögðu sem svo, þessir gætnu menn: Ef honum líðst annað eins, þá koma Rómverjar og taka land vort og þjóð!” Prestarnir og Earísearnir, sem hann ávítti sérstaldega, urðu þó enn bitrari. Þeim fanst ekki vera til setu boðið. Þó tók út yfir hvernig hann var misskilinn af vinum sínum og fylgismönnum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.