Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 31
61 Djáknanefnd endurkosin: Miss Helga Ólafsson, Mrs. S. Hjörleifsson, Mrs. Guöný Walterson, Mrs. Sigurbj. Sigurösson, Miss Sólveig Hálfdánarson. Geysis söfnuöur hélt ársfund sinn eftir messu á sunnudaginn 2. febrúar. Var fundurinn vel sóttur. Skýrslur og reikningar báru þaö meö sér aS árið hafði verið sigurríkt og að vel hafði verið starf- að. Þann 9. júní síðastliðinn var hin nýja og unaðslega kirkja safnaðarins vígð, að viðstöddu miklu fjölmenni. Mun sá dagur sein- gleymdur mörgum, svo yndislegur var íhann, svo langþráður þeim, sem að þeim málum hafa starfað. Enn er nokkuð stór upþhæð ó- greidd af kóstnaði við kirkjubygginguna; en með góðu fylgi og ljúfri samvinnu mun Iþað farsællega leitt til sigurs. Safn- aðarnefndin var endurkosin, er hún sem hér segir: Jón Páls- son, Jónas G. Skúlason, Valdimar Sigvaldason, F. P. Sigurðsson, Vilhelm Pálsson. Djáknanefnd: Miss Eilja Guttormsson, Miss Anna Sigurðsson, Mr. F. V. Friðriksson, Miss G. Jónasson, Mr. Kristjón Sigurðsson. Fjársöfnun til trúboðs Þess er þörf að minnast að fjársöfnun til heimatrúboðsstarfs Kirkjufélagsins á þessu fjánhagsári hefir ekki enn þá náð takmark- inu. Framkvæmdanefndin hefir farið fram á að $1200 yrðu lagðir til þessa starfs á árinu. Með minna er ekki hægt að komast af til að framfylgja ráðstöfunum síðasta kirkjuþings. Eru það þvi bróð- urelg tilmæli til safnaða, einstaklinga og félaga innan safnaðanna að koma þessu máli til liðs sem fyrst. Undanfarin ár hefir það gengið mjög vel að fá styrk til þessarar starfsemi. Gætum þess að ekki verði afturför á þessu ári. Svo er heiðingjatrúboðið. Er því gert jafn hátt undir höfði og hinum fyrnefnda lið; trúboðsstarfsins. Til þess er leitast við að safna sömu fjárupphæð eða $1200. Fer sú fjársöfnun nú í hönd. Um er að gera að sú hugsun komist hvergi að, að þessi mál þurfi einungis á fjárhagsstyrk að halda. Sú kristilega hugsjón, sem þau hvíla á, þarf fyrst og fremst að vera oss kær. Hana þarf að glæða í tíma og ótíma. Hún þarf að vera þáttur í öllum boðskap kirkj- unnar. Með því móti vaknar og helzt við áhugi og með áhuga er vandirin leystur hvað snertir fjárhagslegan styrk. Engum dett- ur víst í hug að ekki séu til 1200 rnanns innan Kirkjufélags vors sem gætu gefið sinn dollarinn hver til heimatrú'boðs og heiðingja- trúboðs, hvers fyrir sig. Er á þetta bent einungis til þess að vekja athygli á því, sem annars er augljóst, að alrnenn hluttaka í starfs- málurn kirkjunnar er sú úrlausn, sem sífelt þarf að stefna að. Ef nú allir sem þetta lesa, láta sig málið varða og leggja til þess sinn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.