Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 20
50
liðugt og með áherzlum. Þótt alt færi fram á japönsku, naut
ég samt að vera þarna eins og oftar, þegar ég hefi verið á jap-
önskurn guðsþjónustum. En sérstaklega naut ég barnasöngs-
ins. Hefi ég oftar heyrt japönsk börn syngja og haft unun
af. Þrjú elztu börn Línu og Octavíusar léku á fiðlur til mik-
illar ánægju. Og öll fjögur börnin þeirra sungu með ömmu
sinni norsku jólaversins, sem þau sungu héma heima jólanóttina.
Að lokum lýsti ég drottinlegri blessan á íslenzku yfir söfnuðinn
samkvæmt Seiðni Octavíusar. Var hann áður búinn að skýra
söfnuðinum frá því. Var það Hst í fyrsta sinni að íslenzka
hljómaði í japönskum eyrum í Kobe. Svo var gjöfum útbýtt
til barnanna og fékk hvert þeirra meðal annars smástokk með
sætabrauði í. Shkan stokk fékk hvert okkar líka. Mest þótti
mér varið í að skoða stokkana og umbúninginn allann. Sama list-
fengnin kemur þar í ljós. En mér fanst minna koma til kak-
anna. Þær erui góðar að horfa á, en síðri að borða. Útlend-
ingum þykja þær helzt til sætar.
Að vera glaður og gleðja er að halda jól; enda ætti slíkt
jólahald að einkenna kristinn mann, sem þegið hefir svo mikla
gjöf—gjöf náðar-kærleika Guðs í Jesú Kristi—og sem hann
lifir á og fyrir lífið alt. En það ætti þá ekki að einikenna hann
aðeins um jólin, heldur að vera séreinkenni hans ávalt—að' vera
glaður og gleðja aðra. Við vorum glödd og glöð þessi jól, en
gátum lítið gert af því að gleðja, nema að því leyti sem við
glöddum börnin -okkar hér með nærveru okkar; en Lina og
Octavíus lögðu sig í framkróka með að gleðja hér alla, sem náS
var til. Kristnum manni, sem starfar í fátækrahverfi borg-
arinnar, lögðu þau lið um jólin. Við fórum með þeim um
hverfið fyrir jólin. Runalegt að sjá! Rétt fyrir jólin fóru
þau kvöld' eitt að vitja drengs, sem lengi hafði legiö í tæring
og var langt leiddur. Eoreldrarnir eru ekki kristnir, en dreng-
inn, sem Octavíus hafði oft verið hjá, langaði til 'þess að verða
það. Þau tóku með sér lifandi jólatré í jurtapotti þvar hér til
sölu nokkuð af slikum trjám fyrir jólin eins og í New Ýork
hjá félagi einu, er Bandalagið í Selkirk skifti við einu sinni).
Tréð var prýtt og á það sett rafljósafesti með smálömpum af
ýmsum lit, er þau settu á gólfið fyrir framan veika drenginn
og kveiktu svo á því. Tréð uppljómað sagði við hann betur en
noikkur orð gátu gert: “Gleðileg jól.” Enda gladdi tréð hann.
Enn meira gleðiefni var honum það, að hann hlaut seinna um
kvöldið kristna skírn. Hann fékk því að njóta í sannleika
gleðilegra jóla, eins og hver sá gerir, sem eignast og á Drottin