Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 27
57
miklu auömýkingu heyrðu menn Gabríel segja: “Gott og vel. Hann
lætur flengja mig. ÞaS hitar mér, en ef til vill hitnar eirnhverju meir,
sem hann á.
Þá gerði hinn gamli faðir Ivans aftur tilraun. “Drengur minn,
hatrið blindar þig. Annara syndir eru þér augljósar, en þínar eigin
eru þér duldar. Hefir honum farist illa? Bf hann væri vóndur en
þú góður, þá yrði engin deila. Ef einlhver talar illa í þinn garð, þá
svara ekki, og samvizka hans mun áklaga hann. Fyrirgef ihonum, þá
verður lífið auðvelt og þér létt um hjarta. Farðu í fyrramálið og
sæztu við Gabríel og bjóddu honum til þín að njóta helgidagsins á
morgun. Ekki að láta þetta dragast. Slöktu eldinn áður en hann
útbreiðist.”
ívan var að fallast á mál föður síns, en þá kom kvenfólkið inn og
sagði frá nýjum deilum. Dróg það úr ívan, og hann féll frá þvi að
hugsa til friðar. Seint um kvöldið gekk hann um hjá sér að sjá,
hvort öllu væri óhætt. Þegar hann >kom að því horni skemmunnar,
sem fjarst var, sá hann eitthvað blossa upp snöggvast í nánd við
plóginn. Hann sá glögt mann, er var álútur við að kveikja í strávisk,
sem hann hélt á í hendinni. Það kviknaði í stráþakinu, og í bjarm-
anum sást glögt Gabríel, sem stóð fyrir neðan.
“Nú skal eg ná honum,” hugsaði Ivan, og skeytti 'ekkert eldinum,
sem sífelt var að aukast. Hann réðist að Gabríel, en hann tók til
fótanna. ívan elti og þegar hann var í þann veginn að ná :honum,
greip Gabtúel lurk og lagði til ívans svo hann misti meðvitundina.
Þegar ívan raknaði við var Gabríel horfinn. ívan sá að skemman
stóð öll í björtu báli, og að 'loginn og reykurinn með neistum úr strá-
inu bárust að kofa hans eða íveruhúsi. “Hvað er þetta,” sagði ívan,
sem ekki var búinn að átta sig. “Eg hefði getað gripið viskina frá
á augabragði og troðið á henni. Þá hefði eldurinn aldrei fengið
byr.” Áður en Ihann gat nokkuð að gert, var kviknað í kofanum.
Ekkert varð að gert. Næst kviknaði einnig i hjá Gabríel, og lþegar
vindstaðan breyttist barst eldurinn yfir götuna og helmingur þorps-
ins brann til kaldra kola.
Ivan tókst með naumindum að ibjarga föður sínum. Ejölskylda
hans komst úr eldinum í því sem hún stóð. Alt annað brann, auk-
lieldur kornið í kornhlöðunni. Ivan endurtók eins og ósjálfrátt: “Eg
hefði getað gripið viskina og troðið á henni.”
Næsta morgun gerði hinn gamli faðir hans ívan boð. “Hver
hefir brent þorpið ?” spurði hann.
“Það gerði Gabríel, faðir minn, eg sá til hans.”
“tvan, eg er að deyja. Þú verður á þínum tíma að svara kalli
dauðans. Segðu mér nú frammi fyrir guði, hvers er sökin?”
Þá fyrst áttaði ívan sig og sá glögt hvernig í öllu lá. “Sökin
er hjá mér, faðir minn.” Svo kraup hann niður hjá föður sínum
og sagði: “Fyrirgefðu mér, eg er sekur fyrir þér og fyrir guði.”