Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 8
38 Fyrst er þá synjunin. Hánn gaf í skyn, að það væri ekki sitt að skerast í leikinn. "Hver setti mig dómara eða skiftaráS- anda?” Það er almælt, að trúin, guðræknin, hafi ekkert við stjórn- mál saman að sælda; og sérstaklega liggur það ríkt á tilfinning rnanna, aö vígðir menn, þjónar trúarinnar, megi ekki hafa nein af- skifti af pólitís'kum málum. Hyggja þessi hvílir á grundvelli, sem er sumpart réttur og sumpart rangur. Að segja það, að stjórnmálin komi kristindóminum ekkert við, er hlátt áfram að fara með ósannindi. Það mætti alveg eins fullyrða, að andrúmsloftið komi byggingarlistinni ekkert við. Beinlínis, ekki neitt—óibeinlínis, mikið. Sumar steintegundir eru svo feysknar, að þótt þær endist öldum saman í þurru loftslagi, þá myljast þær niður á fáum árum í saggalofti. Og árshitinn er svo mismunandi, að á sumum stöðum eru húsategundir nauðsynlegar, sem annarsstaðar eru ótækar með öllu. Dyrum, gluggum og her- bergjum þarf að haga eftir loftinu, sem veita skal inn eða loka úti. Meira að segja, byggingarlistin er einmitt til orðin fyrir þá sök, að menn þurftu að tryggja sér viðunanlegt loftslag á viss- um takmörkuðum svæðum. Eðlislög loftsins og listreglur húsa- gerðar—það er tvent ólíkt; en þó er ekkert viðfangsefni til í húsagerðarlistinni, sem ekki er háð einhverjum skilyrðum, erkoma til athugunar í sambandi við loftslagið. Það sem loftið er byggingarlistinni, það er trúin stjórnmálun- um. Hún er lífsandinn i hverju viðfangsefni þar. Beinlínis gerir hún ekki út um neitt, en óbeinlínis verður þó ávalt, hvaða dæmi sem upp kemur, að taka kristna trú með í reikninginn. Öll ríki þessa heims eiga að innlimast í ríki Guðs og Krists. En hvernig þá, ef andi Drottins má ekki hafa neitt við stjórnmálin eða mannfélagsmálin saman að sælda? En samt sem áður er þó djúpur sannleikur fólginn í þessari algengu skoöun, að sjálf trúin, í eigin eðli, rnegi ekki blandast inn í stjórnmál. Hér, til dæmis, var meistarinn ófáanlegur til að hafa nokkur afskifti af þrætunni. Hann stendur þar hjá, í heil- agri ró og tign. Það var ekki hans hlutverk að taka frá kúgar- anum og fá hinurn kúgaða, og því síður að eggja hinn ikúgaða sjálfan á að hrifsa sinn hlut úr hendi kúgarans. Það var hans, að banna alls konar kúgun. En það 'heyrði dómurum til, að segja, hvað kúgun væri. Erindi hans var ekki í því fólgið, að setja ta'kmark borgaralegra réttinda eða leggja niður reglur um skift- ingu á erfðafé. Auðvitað voru mikilvæg atriði trúar og siðferðis fólgin í máli þessu. En hann gat ekki látið erindi sitt, svo há-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.