Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 23
53 Öldur Eftir “Eyvind” SJÓFERD "Eg horfi yfir hafiÖ, um haust af auÖri strönd; í skuggaskýjum grafiÖ þaÖ skilur mikil lönd.” HafiÖ skilur ætíð land frá landi. Hvílík ólgandi torfæra það var mönnum fyrri alda! Ögrandi og seiðandi var þaÖ, en samt hafa menn lengi vel hlotiÖ aÖ hugsa: “Yfir það kernst ég aldrei.” Þetta er fyrir löngu orðið hreytt. Nú er hafið sjálft orðið vegur milli landa. Hugvit mannsins hefir sigrað torfæruna og gert sér hana undirgefna. Skipunum getur ebki valist vegur nerna á vatni. Hrygð hefir þar snúist i fögnuð og erfiðleikinn sjálfur verið notaður til að þjóna mannkyninu. iMeð réttum tækjum er sjórinn auðveldari og ódýrari vegur en fæst á landi. Þótt skáld Israelsmanna finni til þess að vötn sjávarins gnýi og freyði og íslenzka skáldið segi: “Kalt er á þiljurn, þýtur í reiða, brakar í byrðing en bárur hvæsa,” þótt forfeður vorir imynduðu sér miðgarðsorm í úthafinu,sem lægi umhverfis land alt, biti í sporðinn og orsakaði trylling aldanna; þótt jafnvel enn verði mörg ægileg slys á hafinu, hræðumst vér mennirnir það í raun og veru ekki lengur. Vér vitum, að slys verða á landi ekki síður en á sjó, enda eru rnenn nú farnir að glíma við það, sem enn erfiðara er að sigra en sjórinn, nefnilega loftið sjálft. Mannkynið er á sigurbraut, að minnsta kosti í öllu því, er snertir ytri þægindi. Má vera, að ég hefði fremur átt að nefna hraða en þægindi, því aukinn hraði er óneitanlega sérkenni nútíðarinnar. Engum manni verður skortur á dæmum þess. Verður þetta augljóst meðal annars, við athugun flutningjatækj- anna. Fyrst sigruðu menn landið og lærðu að ferðast á því; næst sigruðu menn sjóinn og gerðu hann að skipaleið. f seinni tíð hafa menn uppgötvað tæki til að ferðást og flytja bæði á sjó og landi með milklu meiri hraða en áður. Að síðustu hafa menn sigrað loftið og nota það nú til flutninga og ferðá, en þar er hraðínn langmestur. Óneitanlega eru því mennirnir á sigurbraut hraðans. Þaö er samt sjórinn, sem ég er aðallega að hugsa um. Það á að minnsta kosti ekki langt í land, að menn hætti að nota sjó-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.