Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 25
Oí) landlýsingu af eilífðarströndinni, og er þvi saklaust a'Ö leyfa auga trúarinnar, auga skáldsins, aÖ mála þær myndir af fyrir- heitna landinu sem 'bezt samþýðast kristilegri lotningu og trú; en mergurinn málsins er sá, a8 vér erum allir ferÖamenn, vér eigum hér ekki verulegan samastað, en eigurn að hafa himneskt stefnumiS. A þeirri sjóferS getum vér tæpast átt von, aS hafflöturinn verði ávalt eins og spegill. Vér verðum liklega allir aS búast viS meira eSa minna hafróti. Skýrt ætti því aS vera fyrir hug- skotssjónum vor allra, aS þörf er á góSu skipi i gegnum brim stranda og boSa úthafs ef vér eigum aS ná farsælli lendingu á landinu góða. GuSi sé lof, að enginn þarf aS vera illa staddur í þessu efni. “Þótt boSar skelli á bátinn þinn, ei byljótt hræSstu él, því stendur sá viS stjórnvölinn, er stýrir öllu vel; og yfir kalda dauSans dröfn frá djúpi hörmungar hann leiSir þig í lífsins höfn á landi sælunnar.” LifiS er sjóferð. Jesús Kristur býSur öllum far í skipi kirkju sinnar og sjálfur er hann meÖ oss til daganna enda. Ungi vinur, eldri vinur, má ég benda þér á hin yndislegu hvatningarorS islenzka sálmaskáldsins: “Haf Guðs orS fyrir leiSarstein í stafni og stýrSu siSan beint í Jesú nafni á himins hlið.” MOLAR Er nokkurt rúm i hjarta þínu fyrir Jesúm Krist? Er þaS ekki fullt af öSru? Eins og sólargeisli sameinast sofandi lífinu í frækorninu og gjörir þaS aS jurt, eins sameinast GuS og maSur í Jesú Kristi. Eitt er þaS tungumál, sem allir menn, af öllum þjóöum heimsins skilja: tungumál kærleikans. Til eru tveir flokkar prédikara, þeir sem prédika af því aS þeir mega til aS segja eitthvaS og þeir sem prédilca af þvi aÖ þeir hafa eitthvaS til aS segja.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.