Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 10
40
Annað atriði, sem ráða mátti af synjuninni, var það, að ríki
hans er fólgið í einkennum andans, en ekki í ytri lögum eða réttar-
fari.
Ef þrætan hefði verið útkljáð af bræðrunum sjálfum, í kær-
leilca, og með sanngirni af beggja hálfu, það hefði verið mikils
virði; að fá það útkljáð með gjörðardómi og valdboði, það var
frá andlegu sjónarmiði einskisvert. Hjartað gott og heilbrigt, og
fjárskiftingin j)ar af leiðandi rétt og sanngjörn—það hefði veriö
ríki Krist's. En að skifta eignum þessurn eftir annars manns vald-
boði—það lcorn ríki Krists ekkert við.
Setjum svo að báðir hefði verið í sökinni: annar ágangs-
samur en hinn ágjarn, ])á hefði j)að verið mikill ávinningur að geta
gjört ágangsmanninn höfðinglyndan og hinn ágjarna göfugan. En
að taka erfðahlut með valdi frá eigigjörnum bróður og gefa hann
öðrum bróður, jafn eigingjörnum, hvaða gróði var það, í andleg-
um skilningi?
Eða setjumi svo að sá, sem hélt arfinum hafi verið í sökinni,
en málstaður umbiðjandans hafi verið hinn bezti—hann sjálfur
hógvær maður og auðmjúkur og kæran réttmæt. Þá var ])að að
sjálfsögðu hlutverk einhvers dómara að taka féð frá ranglætis-
manninum og fá það þjóni Krists. En sú athöfn var ekki hlut-
verk Jesú lvrists og enginn sérstakur ávinningur málefni hans.
Hann launar ekki þjónum sínutn með erfðafé, jarðeignum, húsum
eða gulli. “Ekki er guðsríki rnatur og drykkur, heldur réttlæti
og friður og fögnuður í heilögum anda.” Kristur sigrar í hóg-
værðinni sem umíber óréttinn, miklu fremur en í lagavaldinu, sem
færir hann til rétts vegar.
Færum nú þetta heim til þess málsins, sem nú er efst á dag-
skrá. Híð mikla úrlausnarefni, sem Norðurálfuþjóðirnar þurfa
að ráða fram úr, er eða verður þetta: Hafa þeir, sem nú eiga
landið, fult ráð á þeirri eign sinni, svo að þeir geti farið með hana
eins ög þeim sýnst, eða má erfiðismaðurinn gjöra kröfu til stærra
hluta í ágóðanum? Hefir auðurinn gefið iöjunni sanngjarnan
hluta hingað til, eða ekki ? Verkalýðurinn er einmitt á þessari tíð
að skírskota máli sínu til kirkjunnar, til biblíunnar, til Drottins.
“Meistari, seg þú bróður mínum að skifta með mér arfi okkar.”
Nú er sjálf afgreiðsla málsins ekki kristindóminum viökom-
andi. Að landeigendur mættu verða mildari, vinnuveitendur mann-
úðlegri, leiguliðar ráðvandari, verkamenn óeigingjarnari, það væri
dýrlegt, vissulega, og sigur milcill fyrir málefni Krists, og hvers-
konar erfða-ráðstöfun, þar af fljótandi, væri koma guðsríkis í
sannleika. En hvort jarðvegur og auðæfi einhvers lands eru á-
fram í valdi auðkýfingsins, eða íátæklingurinn fær aðgang að