Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 18
48 fyrir siÖbótar hátiÖina talað á fundi þessara sömu manna um Lúther og siðbótina. Mér hefir ekki oft liðið jafn vel og þá, þegar ég hefi flutt erindi. Jólin sjálf voru okkur sérstaklega ánægjuleg og hátíðleg, þótt við værum í annari heimsálfu með þjóð, sem ekki sér til sólar hjá enn, Jesú Krists “réttlætissólarinnar, sem upp er runn- in með græðslu undir vængjum sínum” þMal. 4, 2) til handa öllum þjóðum, jafnvel þó hún kalli land sitt land hinnar upp- rennandi sólar og hafi “opnað sálar alla glugga” fyrir “sól” vestrænnar menningar. Þegar ég sagði að sæi ekki til sólar hjá henni ikristilega, þá á ég við hana sem þjóð, þótt víSa rofi til sólar hjá henni og sólblettir sjáist hér og hvar þar sem Jesús Kristur fær að lýsa. Það er ánægjuefni að hugsa um það og mega trúa því að þeirn fjölgi smám saman og þeir færist út og landnám aukist hér til handa konungi mannanna. ViS nutum jólanna aðallega með börnunum okkar. Þau höfðu, jólin áður, fundið sárast til fjarvistarinnar hér frá heima- högum með ástmennum og vinum. En nú voru jólin sem heima, þótt margan vantaði í hópinn. Jólahald okkar var aðal- lega heima jólanóttina, við jólatré, raflýst og prýtt. Að lok- inni guðræknisstund gengum við öll, eins og siður var heima hjá okkur, kringum jólatréð og sungum öll norsk jólavers, sem konan mín hafði kent börnum okkar að syngja heimá og nú þeim litlu hér, svq og “Heims um iból” og “ komum, og fögn- um,” er sungið hefir verið nokkurn tíma í Selkirk, þegar kveikt hefir verið á jólatrénu. Að því búnu var jólagjöfunum útbýtt. sem hlaðið hafði verið kringum tréð og voru bæði heimagjafir og gjafir að heiman frá ástmennum og nokkru af vinafólki. Hafði Lína falið böglana um leið og pósturinn kom með þá dag- ana á undan og enginn annar vissi neitt um fyr en nú. Sá sem les, getur getið sér til um það, hvernig á hafi staðið meðan á útlbýtingum stóð og hvort heyrst hafi nokkuð til barnanna meðan þau voru að opna bögla sína, og á eftir! En þegar þau voru háttuð og komin í ró, ætluðum við, hin eldri, að lesa jóla- kveðjurnar, sem okkur hafði borist, en þá komu gestir, nokkrir vinir Línu og Octavíusar, með jólakveðjur og blóm. Er mikið um blómagjafir hér og sumar mjög einkenni- legar—hájapanskar. Eru Japanar listfengnir rnjög og ekki sízt á að útbúa blóm. Líklega standa engir þeim jafnfætis hvað það snertir. Eg get ekki stilt mig um að minnast tveggja blómagjafanna. Var hvor um sig ismálíking af hluta prýðigarðs hjá jai[DÖnsku ríkismannshúsi. Hér sést ofurlítil hæð með furutré. Önnur með pfommutré. Skemtiflötur borinn hvít-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.