Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 24
54
inn, sem veg, eða me'S öðrum orÖum, að loftförin korni algerlega
í stað skipa, ef það verður nokkurntíma. Enn liggja ógrynni auð-
æfa í skipastól heimsins. Hundruðum mljóna hefir verið varið
til skipskurða til að ibúa skipunum greiðari eða styttri leið. Þess-
ir skurðir eru enn með allra nytsömustu tækjum mannkynsins, og
stórvirkií sambandi við bættar skipaleiðir eru ráðgjörður hér [
Canada og annarsstaðar. Alt þetta sem gert hefir verið, var
ávöxtur af þeirri sannfæringu, að bættur sikipavegur borgaði sig,
og nákvæmlega hið sama liggur til grundvallar í öllu því, sem
ráðgert er, af viti, til umbóta skipavegum,
L,ífið er sjóferð
Hugsurn oss vanalega sjóferð. í fyrsta lagi er um tilgang
að ræða. Vér höfum i huga ákveðið land sem vér viljum ná.
Svo veljum vér skip eftr smekk og ástæðum. Vér komum á
staðinn þar sem sjóferðin hefst. Allt er til reiðu. Skipið við
bryggjuna, skipstjórarnir sjálfir, hver á sínum stað, eftir þörf-
um. Alt hefir verið undirbúið sem nauðsynlegt var, allar vélar
skipsins í góðu standi.
Þegar hinn tiltekni tírni er kominn eru tengslin slitin við
landið og lagt út á haf. Öll sjóferðin miðar að ákveðnu tak-
marki. Margt kemur fyrir á leiðinni, sumt til hrygðar, sumt
til gleði. En aldrei gleyrna þeir, sem stjórna, takmarkinu. Ef
sjóferðin hepnast ná menn svo að síðustu lendingu á landinu
hinu.
Á margan hátt er þetta líkt mannlífinu, rneðal annars i því,
að stefnt er til strandar. Á lífsleiðinni eygjum vér hana með
auga trúarinnar, og eins og á vanalegri sjóferð er framtíðar-
landið búið að vekja oss rnargan unaðslegan draurn, því—
“fyrir handan hafið
þar hillir undir land;
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa í grænum hlíÖum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má allskyns aldin sjá.”
Þetta eru að vísu jarðneskar myndir þó þær séu notaðar til
að lýsa landinu hinu megin, en þær koma mjög vel heirn við lík-
inguna ])á, að mannlífið sé eins og sjóferð, og sýna mönnum að
minnsta kosti hvert stefnt er, og það á fagran, skáldlegan hátt.
Enginn rnaður hefir, hvort sem er, gefið mannkyninu neina