Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 30
Ur heimahögum Forseti Kirkjufélagsins, séra Kristinn K. Ólafsson, hefir verif? sæmdur riddara-krossi fálkareglunnar íslenzku. Séra Valdimar Eylands ihefir hafnað köllun safnaðanna í Gimli prestakalli. Hafa söfnuðirnir nú kallaS fjóra menn, hvern eftir annan, en allir hafa neitað aS verða við beiSni safnaðanna. Séra Hjörtur J. Leó fór stuttu eftir nýár vestur til Blaine í VVashington, og þjónar þar um þriggja mánaöa tíma. Hvort hann tekur fastri köllun þar vestra hefir enn ekki komiS í ljós. Engin prestsþjónusta er nú í söfnuðunum, sem séra Hjörtur hefir þjónaS hér eystra. HallgrímssöfnuSur í Seattle varS prestslaus viS fráför séra Kol- beins Sæmundssonar um áramótin. Nú hefir söfnuður sá kosiS séra Kristinn K. Ólafsson og sent honum köllunarbréf. Séra Kristinn er nú staddur þar vestra til þess aS kynna sér ástæSur og horfur og ráSa viS sig ihverju svara skal kölluninni. “HiS sameinaSa kvenfélag,” sem er bandalag nokkurra kven- félaganna í söfnuðum Kirkjufélagsins, hélt ársfund í Winnipeg 11. og 12. febrúar. Sóttu íslenzkar konur í borginni fundinn ágætlega, en fátt var aSkomufólks. Nokkur erindi voru flutt á fundinum og eiga þau aS birtast í “Sameiningunni,” en fundarbókina sjálfa á aS birta í “Lögbergi.” VerSur hún komin á þann hátt fyrir almenn- ingssjónir áSur en þetta er lesið, og getur “Sameiningin” frá engu sagt af fundinum jafn vel og þar er gert í sjálfri fundarskýrslunni, og vísar því lesendum þangað. Ársfundur ÁrdalssafnaSar í Árborg var haldinn eftir messu sunnudaginn 26. janúar; var fundurinn all vel sóttur. Reikningar og skilgreining á starfi safnaSarins var í góSu lagi. Fór fundur- inn ágætlega fram í a'lla staSi. SafnaSarnefndin var end- urkosin; skipa hana þessir: Tryggvi Ingjaldsson, Sigur- jón SigurSsson, Mrteinn M. Jónasso'n, DavíS GuSmunds- son og O. -G. Oddleifsson. Djáknanefndin sömuleiSis endurkosin: Mrs. Hjálmar Danielsson, Mrs. Sigurjón SigurSsson, Mrs. Ingunn Fjeldsted, Mrs. G. GuSmundsson, Mr. Páll Stefánsson. Sunnudaginn 19. janúar hélt BræSrasöfnuSur i Riverton árs- fund sinn. Lrátt fyrir bitran kulda var fundurinn all-vel sóttur. FramlagSar skýrslur báru þess ljósan vott aS vel hefSi starf safn- aSarins gengiS á árinu, og margt hefSi veriS framkvæmt á árinu í þarfir safnaSarins. SafnaSarnefnd var endurkosin; einn úr nefnd- inni, Jón Pálsson, baSst undan kosningu, sökum heilsulasleika. Er nefndin nú skipuS sem hér segir: Skúli Hjörleifsson, Sigurbj. Sig- urSsson, Halld. Eastmann, F. V. Benediktsson, Mrs. H. Hallsson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.