Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 11
41
þeim—ef ríkir og fátækir eru svo jafn eigingjarnir eftir sem
áÖur—hvort eigingjarn auÖmaÖur fær haldiÖ eigninni eÖa eigin-
gjarn fátæklingur náÖ henni undir sig, þaÖ kemur, frá trúarlegu
sjónarmiði, alveg i sama stað niður. Hvor bræðranna skal eiga
arfinn, kúgarin, eða sá ágjarni? Annarhvor, eða hvorugur—
hverju skiftir það? Varðar það nokkru eftir fimtíu ár? En
eftir hundrað þúsund ár mun það miklu rnáli skifta, hvort þeir
jöfnuðu þær sakir með mildi og göfuglyndi, báðir tveir, eða ekki.
Þá er annars að gæta. Hánn vildi ekki vera vilhallur öðrum
bróðurnum af því að hannj var vinur beggja. Hann gjörðist ekki
forvigismaður neins sérstaks mannflokks af því að hann kom
til að liðsinna öllu mannkyninu.
Við megum telja það nokkurn veginn víst, að umbiðjandinn
hafi orðið fyrir ranglæti, eða að honum hafi að minsta kosti fund-
ist það sjálfum. Og Kristur hafði oft boðað mönnurn nauðsyn þess
hugarfars, er myndi hafa komið bróður mannsins til að breyta
rétt við hann. En nú neitar Jesús honum um liðveizlu gegn þess-
um sama bróður, einmtt af því að hann var bróðir hans.
Og í þessum anda var öll hans framkoma. Farísear vildu
gjöra hann að flokksmanni þegar þeir spurðu hvort það væri
leyfilegt að gjalda keisaranum skatt eða ekki. En hann vildi
hvorugum veita lið sem Messías, hvorki stjórninni gegn skatt-
greiðendum, eða þeirn gegn stjórninni.
Mikið heyrum við talað um mannréttindi; það er dýrlegt orð
og satt. En eins og það er oftast. notað, táknar það ekki annað en
réttindi eins mannflokks, einnar stéttar. Og aðgæsluvert er það,
að í þessum ágreiningi út af mannfélagsmálunum vitna báðir
aðiljar til Krsts, til Biblíunnar, sem. málsvara sinna réttinda, alveg
eins og þessi maður skaut máli sínu til meistarans. Annar flokk-
urinn skirskotar til ritningarinnar eins og hún sé sá mikli dómari,
senr bjóði fátæklingunum hógværð og undirsátunum auðmjúka
hlýðni. Og hinn flokkurinn vitnar sigri hrósandi til sömu bókar-
innar, eins og hún sé öll á þeirra bandi, og ágæti hennar sé fólgið
í þessu einu, að hún býður auðmanninum að miðla öðrum af arfi
sínum, og valdsmanninum að krefjast ekki meira en réttlátt er.
Hvort heldur sem gjört er, þá er kristindóminum sýnd ó-
virðing og ritningin rangt notuð. Hvorugt er þrællundaður verj -
andi auðs eða' upphefðar,—þó skammarlega oft haf þeim verið
skipað í þann hópinn á liðnum öldum,—og þau eru ekki heldur
hlýðnir talsmenn eirðarleysis og uppreistar.
Ritningin veitir ekki fátæklingnum einhliða fylgi gegn hinum
ríka, né heldur auðmanninum gegn hinum fátæka; því að bræðra-