Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 13
hinum rangláta ibróður til að halda öllum arfinum. Og það var
ágirnd, sem kom hinum afskifta bróÖur til aÖ flytja með reiði
kærumál sitt fyrir ókunnugum. Og það er ágirndin, sem er
undirrót í öllu mála-þrasi, öllu mannfélags ranglæti, öllum flokka-
dráttum á sviði stjórnmálanna. Svo rekur Jakob þá ætt, í bréfi
sínu: “Af hverju koma stríð og af hverju bardagar meðal yöar?
Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar?”
Ágirndin, ágirnd allra manna, þess, sem undir verður ekki
síður en kúgarans. Því að hrópið “skiftið” er af þeirri rót runnið
alveg eins og svarið : “Eg gjöri það ekki.” Saklausar stéttir eru
eugar til; engir djöflar, sem undiroka, engir englar, sem þola kúg-
unina. Sökinni í þessu rangláta mannfélagskerfi verðum vér að
skifta nokkurn veginn jafnt niður.
Skoðum nú nokkuð nánar þennan löst, ágirndina. Orðið í
frumtextanum er mjög aðgæzluvert. Merkir bókstaflega að vilja
“hafa meira.” Ekki af þvi að lítið sé fyrir,—heldur bara löngun
í meira. Meira, þegar maður hefir ekki nóg. Meira, meira, sífelt
meira. Gefðu, gefðu. Skiftu, skiftu.
Ástríðan er þó enginn allsherjar-ikvilli. Eínstakir menn og
jafnvel heilir þjóðflokkar eru lausir við hana. Til eru jafnvel
þjóðir, sem varla munu geta náð hærra menningarstigi nema
söfnunar-hneigðin aukist hjá þeim. Þær eru latari, framtaks-
minni en svo, að þær geti talist ágjarnar. Kröfurnar, brýnar, bráð-
látar og aðþrengjandi, vekja dugnaðinn, en nautnin stingur honum
svefnþorn.
Aftur keyrir tilhneigingin svö úr hófi með öðrum þjóðum,
að hún verður að nokkurs konar sjúkdómi. Þar er England
framarlega í flokki. Alt, sem stórmannlegt er og alt sem lélegt er
í fari þjóðar vorrar, er í raun og veru sprottið af þessari söfnunar-
hneigð. í henni liggur bæði sæmd vor og vansæmd. Verzlunin,
flotinn inikli, sigursældin, auðmagnið feikilega, alt á það rót að
rekja til þessarar sömu orsakar. Og þá ekki síður hitt, sem þessu
er gagnstætt, flokkadrættirnir og úlfúðin, óþrifa-örbirgðin, og sú
niðurlæging, verri en heiðnin, sem þjakar miklum þorra af al-
þýðufólki voru.
Og þetta verður ennþá furðulegra þegar þess er gætt, að af
öllum heimsins þjóðum er víst engin jafn óhæf til að njóta lífsins
eins og vér Englendingar. Vér höfum ekki þegiö af Guði þann
þroska í fínleik og viðikvæmni, sem gefinn er sumum öðrum þjóð-
flokkum. Samræmis-kendin er sljó hjá oss og sjaldgæf, fegurðar-
tilfinningin alt annað en næm. Hátíðarhald í enskum stil er rudda-
legt og ofsafengið, og endar í leiðindum og eftirsjá ef það varir of
lengi. Vér kunnum ekki að njóta gleðinnar. Vinnan, mannlífs-