Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 26
5G Einu sinni var á Rússlandi bóndi að nafni ívan Stacherbakof. Hann var duglegasti maðurinn i þorpinu og átti þrjá sonu, alla vinnu- færa. Kona hans var sparsöm og tengdadóttir þeirra var hæglát og iðjusöm. Þau höfðu einungis einn að fæða, sem ekki vann fyrir sér. Var það faðir ívans, sem var hniginn að aldri. Hafði hann i mörg ár legið rúmfastur yfir stóra bökunarofninum, sem var gerður úr tígulsteini. ívan ihafði alt, sem hann við þurfti, þrjá hesta og folald, kú og kálf og fimtíu kindur. Hann og börn hans hefðu getað átt góða daga ef ekki hefði orðið ósamkomulag við næsta nágranna þeirra, halta Gabríel, son Gordey Ivano'fs. Meðan gamli Gordey lifði var samkomulagið eins og vera ber með nágrönnum. Ef kvenfólkið þurfti á si'kti eða þvottabala að halda eða karlmennirnir poka, þá var sent í hitt húsið. Slík varúð sem að læsa fjósum og skemmum eða fela nokkuð 'hver fyrir öðrum, var óþekt. Þegar synirnir fengu heimilisráðin, breyttist þetta alt. Vandræðin byrjuðu út af smámunum. Sónía, tengdadóttir Ivans, átti hænu, sem verpti eggi á hverjum degi i kerruna. En dag einn flaug hún yfir girðinguna til Gabríels og verpti þar. Þegar Sónía fór þangað yfir- um, spurði móðir Gabríels hanaj hvaða erindi hún ætti. “Hænan mín flaug hingað yfirum í morgun. Verpti hún ekki hér ?” “Við sáum ekkert til hennar. Við söfnurn okkar eigin eggjum, en erum ekki á snuðri hjá öðrum, stúlka mín.” Ungu konunni þótti og varð stutt í spuna. Þær tóku að munn- höggvast. Kona ívans leiddist inn í þrætuna og kona Gabríels kom þjótandi út. Nú var alt komið í bál og brand. Gabríel var að koma af akri, og stóð við til að veita konu sinni lið. Ivan og sonur hans tóku undir og að lokum reif Ivan hand-fylli úr skeggi Gabríels. Þannig byrjaði deilan og úr þessu varð fullur fjandskapur. Faðir Ivans reyndi að stilla til friðar og sagði: “Það er fásinna, börn mín, að deila út af eggi. Börnin kunna að hafa tekið það, en hvað rtm það? Guð gefur öllum nóg. Og setjum að nágranni segi ónærgætið orð. Kennum henni það sem betra er. Ef deila hefir orðið, nú, þá erum við öll breysk og ættum að sættast. Að ala á reið- inni verður verra ykkur sjálfum. En yngra fólkið vildi ekki hlýða á hann. Enginn dagur leið hjá án deilu, og stundum varð úr því handalögmál. Þegar frá leið fóru fjölskyldurnar að stela hvor frá annari og að koma sektum hvor á aðra. Lo’ks á sjöunda ári deilunnar bar Sónía hestaþjófnað á Gabríel og hann ljóstaði hana slíku 'höggi, að hún var rúmföst í viku. Ivan fékk Gabriel dæmdan til flengingar fyrir tilvikið. Eftir þá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.