Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 29
59
reynt a‘ö bæta, a8 svo miklu leyti, sem 'kostur hefir veri‘5 á. Þær
Miss Jennie Johnson og Miss Guðrún Bildfell sýndu félaginu þá
miklu góðvild, að fara samkvæmt tilmælum þess, norður aö Mani-
tobavatni og eySa þar heilum mánuöi af sumarfríi sínu til aö upp-
íræöa börn og unglinga í kristnum fræSum. Er óhætt að full-
’yr'öa, aö sú ferð hafi hepnast ágætlega og boriö1 mikinn árangur.
Stúlkunum, og erindi þeirra, var ágætlega tekið þar norður í bygð-
unum, og þessum tveimur stúlkum verður ekki fullþakkað sú mikla
fórnf}rsi og góðvild, sem þær sýndu með þessu.
Sjái félag vort sér meðl nokkru móti fært að halda þessari starf-
semi áfram, þá finst mér ekki áhorfsmál að gera það. Eg má
fullyrða að þörfin á kristindóms uppfræðslu meðal vors unga fólks,
er víða afar mikil, og ’held ég að félag vort gæti á þessu sviði unnið
mikið nauðsynjaverk. Finst mér ,því, að um þetta mál ættum vér
allar vandlega að1 hugsa á þessiu þingi.
Geta vil ég þess í þessu sambandi, að fyrir jólin sendi félag
vort öllum þeim börnum sem uppfræðslu nutu hjá þeim Miss John-
son og Miss Bildfell dálitlar jólagjafir, þar á meðal hverju þeirra
Nýja testamentið. Veit ég að það gladdi þau mikið.
Tvö önnur mál vil ég sérstaklega leyfa mér að minna á: Upp-
eldismálið og Bindindismálið. Höfum við tekið þau til umræðu
á þingunr vorum, og ættum vér einnig að gera það' nú, því þau þurf-
um vér jafnan að hafa föst í huga.
Tala félaga þeirra, sem hinu Sameinaða Kvenfélagi tilheyrir, er
hin sama og á síðasta þingi. Enn eru æði mörg safnaðar kven-
félög, sem ekki hafa einhverra hluta vegna gengið inn í félag vort.
Vildum vér víst allar óska, að þau, létu það ekki mikið lengur drag-
ast. Þau eru enn, eins og áður, öll hjartanlega velkomin.
Þéss ber að minnast með þakklæti og virðingu, að Mrs. Thorðar-
son frá Fargo, Nortlh Dakota, sem kom hingað1 á sinn eigin kostnað,
og flutti fyrir oss ágætt erindi á síðasta þingi, gaf félaginu þar að
auki $25.00. Einnig 'ber að þakka Mrs. Josephson á Elgin Ave.
fyrir $2.00, sem hún hefir gefið félaginu. Guð blessi þær og alla
áðra sem styðja að eflingu Guðsríkis á meðal vor. Eg legg svo
mál félags vors í yðar hendur, kæru félagssystur, og þakka það1
inikla traust og umiburðarlyndi, sem þér hafið sýnt mér, og ég bið
góðan Guð að blessa yður og öll störf vor á komandi tíð.
GuSrún Johnson