Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 16
46 inu, þá skalt þú sætta 'þig við að eiga það á hættu, -að verða eins harðbrjósta, eigingjarn og ofstopafullur eins og maðurinn, sem þú ákærir. Ávítaðu syndir þeirra ef þú vilt, eða láttu þér lítið gefið um yfirburðina; en láttu þér ekki koma til hugar, að þú getir iigirnst þessi hnoss þeirra, en sloppið við freistingarnar. Guð tekur að sér fátæklinga, syrgjendur og þá sem líða ofsóknir. Hann er ljós i myrkrinu, líf í dauðanum. En einmitt í fátæktinni, of- sóknunum og myrkrinu finna þeir bezt til nálægðar hans. Þeir mega ekki búast við að komast yfir hvorttveggja í senn, bæði nautnir auðæfanna, og líka þá andlegu blessun, sem fylgir fátækt- inni. En viljir þú verða ríkur, þá skalt þú sætta þig við að greiða kostnaöinn,—að “falla í freistni og snöru, og margar óviturlegar fýsnir og skaðlegar, sem sökkva mönnum niður í tortímingu.” En ef það verð er of hátt, þá skalt þú gjöra þér að góðu friðsæl dal- verpi mannlífsins,—og aðeins þar er oss vel borgið. Þótt þér sé varnað arfsins, þá er Guð sjálfur hlutskifti þitt, al-fullnægjandi og eilíft hlutskifti. Friður og kyrð og hvíld' með Kristi. —G. G. Fræðimenn Af því búið er að taka burt Drottin minn. Þér hyllið fræði helg og merk,— En hvar er Drottinn minn? ■Hinn blíða Krist, með kærleiksverk Og kross, ég ekki finn. 'Oss flesta þreytir, fræðimenn, Hin forna spekin köld.— Oss skortir lífsins orð hans enn Við æfi dapurt kvöld. Þann Krist þér tókuð, kennilið, Er kyrrir dauðans hret; Og græðir syndir, gefur frið, Son Guðs, frá Nazaret. Með flóknum orðum, fræðimenn, Þér flekið marga sál, Því hjörtun þyrstir, hungrar enn f heilög kærleiksmál. —Jónas A. Sigurðsson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.