Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 15
þá fullvissu, að hann skuli ná rétti sínum að fullu? Nei, en hugg- unin er þessi: þú hefir tapað miklu, en þú átt sjálfan, þig eftir. “Líf mannsins er ekki trygt með eigum hans.” Hann getur átt núklar eignir og tapaÖ lífinu, eÖa mist þær, og lifaÖ hinu sama lífi eftir sem áður. Það er hverju orði sannara, aÖ réttlætislögmál kristindóms- ins mun á endanum veita hverjum og einum það, sem honum ber með réttu. Eg neita því alls ekki. En eg held því fram, að sjálft erindi kristindómsins, fyrirheit hans eða huggunarefni, sé alls ekki fólgið í voninni urn slíka réttarbót. En meginmál kristindóms- ins liggur í boðun hins sanna lífs, fremur en í því að glæða nokkr- ar vonir aðrar. Hann býður sælu hins góða hjartalags, fremur en ánægju þá, sem sprettur af utan að kominni fullnæging sér- hverrar eftirlöngunar. Hjarta-hreldum boðar hann friðinn, sem heirnurinn getur ekki gefið. Fátækum líf það, sem skorturinn fær ekki grandað. Og hinum ofsóktu þá hugsun, að þeir eru börn himnaföðursins. Sláandi dæmi i þessari grein eru hughreystingarorð Páls postula til þrælanna i kristnum söfnuðum. Hvernig sættir hann slíka menn við kjör þerra? Með þvi fyrirheiti, að kristindómur- inn muni vinna bug á þrælahaldinu? Alls ekki; og þó var'Ö ein- rnitt þetta árangur kristinna hugsjóna síðar meir. En postulinn fullvissar þá unr það, að þótt þeir séu þrælar, þá geti þeir verið frjálsir i anda—frelsingjar Jesú Krists. “Varst þú þræll, þegar þú varst kallaður? Set það ekki fyrir þig.” Og sömu bótina býður ikristindómurinn öllum þeim, sem ó- rétt líða. — Bróðir mannsins hélt arfinum; og til þess að ná arfinum hafði hann hlaðið ranglætis-sekt á sál sína. Gróðinn lá í eigninni; en gjaldið var forherðing hjartans. Sá, sem óréttinn beið, hafði engan arf, en í staðinn hafði hann það, eða gat haft, aS vera saklaus og finna til þess með gleði, að hann var ekki sá, sem óréttinn gjörði. í því lá jafnaðarreikningurinn. Kröfur þær og kvartanir, sem venjulega eru bornar fram út af efni þessu, eru mjög ósamþykkar sjálfum sér. Hátt er hrópað um ósvifni valdstéttanna, um eigingirni og hjartaharðúð auðuga fólksins. Og alt of oft er hæfa fyrir því hrópi. En þess ber að minnast, að lestir þeir eru einmitt kostnaðurinn, sem slíkir yfir- burðir, miklir eða litlir, höfðu í för með sér. Valdið kostaði valds- manninn einmitt þessa freistingu til stærilætis og ósvífni. Hann hefir látið undan henni og goldið dýrt fyrir upphefðina. Freisting til eigingirni var gjald ríka mannsins fyrir auðinn. Þeir hafa báðir goldið í andlegutn efnum það, sem þeir græddu í verald- legum. Ef þú þvi hrópar eftir þínum hluta af auðnum eða vald-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.