Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.02.1930, Blaðsíða 7
37 Þeir heyrðu hann tala um konungsríki réttar og sanngirni, þar sem hver maÖur myndi hljóta makleg gjöld athafna sinna. Þeir heyr'Öu liann fullyrÖa, aÖ ríki þetta væri ekki langt í burtu, heldur væri þaÖ í raun og veru mitt á rneöal þeirra, og aÖ ekkert nema synd þeirra og sljóleikur varnaÖi því, aÖ ríkiÖ birtist þegar i staÖ. Menn urðu hrifnir í huga og óþreyjufullir. Þeir voru til alls búnir; bjuggust við aÖ næst kæmi boÖ um að hef jast handa. Því var það einhverju sinni, að postularnir Jaköb og Jó- hannes báðu leyfis um að kalla eld af himni yfir Samverja-þorp, sem ekki hafði viljað veita erindi þeirra viðtöku. Og öðru sinni, þegar hann hafði minst á sverð i líkingu, þá tóku þeir þegar að hervæðast. “Herra,” sagði einn þeirra, “hér eru tvö sverð!” Og enn öðru sinni, þegar hann hóf hina síðustu innför sína til borg- arinnar, þá greiddi lýðurinn honum veg með fagnaðarópi, í þeirri von, að hinn lang-þreyði hefndardagur væri nú loksins kominn. Þeir þóttust sjá þar sigurvegarann, sem myndi hefna alls óréttar fyrir þeirra hönd. Þeim fanst fótur sinn þegar standa á hálsi óvinanna. Og af því að vonir þeirra brugðust, og hann reyndist ekki sá lýðæsingama'öur, senr þeir væntu, þá snérust þeir á móti honurn. Ekki Farísear, heldur fólkiÖ, sem hann kom til aÖ liðsinna, af- hrökin, tollheimtumennirnir, þrælarnir, þernurnar; fólkið, sem hann hafði svo oft haldið uppi vörnunr fyrir, og búið lausn úr læðingi. Það var lýðurinn sem hrópaði: “Krossfestu hann, kross- festu hann !” Þetta verður skiljanlegt, ef við getum komist að andanum í þessum ritningarkafla. Á meðal þeirra, sem höfðu heyrt hann lýsa lögum guðsríkis —lögum réttlætis, jafnaðar og kærleika, var rnaður einn, sem hafði verið svikinn arfi, að þvi er virðist, og það af bróður sín- um. Og hann hélt að leiðtoginn, senr stóð þar frammi fyrir hon- um væri einmitt sá maður, sem hann þyrfti við: hegnari rangind- anna, forvígismaður hinna undirokuðu, skiftaráðandi og sátta- semjari milli flokka, gjörðarmaður í lagadeilum—maÖur, sem myndi verja til þess öllu lífi sínu, að veita óbrigðulan úrskurð í sérhverri misklíð. Hann varð sem steini lostinn, þegar manns-sonurinn neitaði að skerast í leikinn eða blanda sér í þrætumálið á nokkurn hátt. “Maður, hver hefir sett mig dómara eða skiftaráðanda yfir ykk- ur?” Nú vil eg biðja yður aö íhuga tvö atriði: i. Hví neitaði frelsarinn að skifta sér af málinu? — og 2. Af hvaða róturn sagði hann að beiðni þessi væri runnin?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.