Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2011, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 05.03.2011, Qupperneq 8
5. mars 2011 LAUGARDAGUR8 1. Hvað heitir nýr framkvæmda- stjóri Þróunarsamvinnustofnunar? 2. Hvaða fyrirtæki á Íslandi falast nú eftir pólsku fyrirtæki í sömu grein? 3. Hvað kosta dýrustu miðarnir á fyrirhugaða hljómleika Eagles í Reykjavík? SVÖR 1. Engilbert Guðmundsson 2. Actavis 3. 20 þúsund krónur. BRETLAND Howard Davies sagði af sér í gær sem rektor London School of Economics, eins virtasta háskóla Bretlands, vegna tengsla sinna við Gaddafí og son hans, Saíf al-Islam Gaddafí, þann sama son og nú birtist reglulega í fjölmiðlum sem helsti talsmaður Líbíustjórnar út á við. Saíf er fyrr- verandi nem- andi skólans, fékk þar dokt- orsgráðu í heim- speki árið 2008. Doktorsritgerð- in hefur síðan verið sögð inni- halda bæði stolna kafla og svo ein- hverja kafla, sem Saíf á að hafa fengið einhvern annan til að skrifa fyrir sig. Þegar svo í ljós kom að Davies hafði fyrir hönd skólans tekið við styrk frá Líbíu, úr sjóði sem Saíf stjórnar, upp á 1,5 milljónir punda, fór að hitna undir honum á rektors- stólnum. Davies segist nú sjá eftir því að hafa tekið við þessu fé og stjórn skólans hefur ákveðið að tengslin við Líbíu verði nú rannsökuð. Staða breskra háskóla hefur hins vegar lengi verið sú að þeim hefur beinlínis verið ætlað að leita sér fjármagns til rekstrar hjá auðkýf- ingum. „Vorkennum fátæka háskól- anum,“ segir pistlahöfundurinn Simon Jenkins í Guardian. „Í 25 ár hefur London School of Economics verið sagt að finna sér auðæfi til að sænga hjá, en komst að því að stundum er fnykur af auðæfunum.“ Jenkins segir að LSE sé ekkert einsdæmi hvað þetta varðar, þótt þar hafi ef til vill verið einna lengst gengið. Saíf naut reyndar töluverðrar virðingar meðal málsmetandi fólks í Bretlandi þar til nú fyrir skemmstu. Hann gaf sig út fyrir að vilja koma á umbótum í Líbíu og styrkurinn átti að nýtast nemend- um frá Norður-Afríku, einkum þó upprennandi leiðtogum á borð við Saíf. Gaddafí og synir hans hafa á síðustu árum lagt töluvert upp úr því að aðlagast vestrænum viðskiptavenjum. Meðal annars fengu þeir fyrir nokkrum árum Michael Porter, virtan sérfræðing í samkeppnismálum við Harvard- háskóla, til þess að koma á póli- tískum umbótum. Þetta er sá sami Michael Porter sem er heiðursdoktor við Háskóla Íslands og kom hingað til lands nú í haust til að kynna hugmyndir sínar um jarðvarmaklasa. Porter segir reyndar að hann hafi slitið tengsl- in við Líbíu árið 2007 þegar í ljós kom að ekkert myndi verða þar úr pólitískum umbótum. „Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir umbætur,“ er haft eftir Porter í bandaríska dagblaðinu New York Times. „Og Saíf var aðalumbóta- maðurinn.“ gudsteinn@frettabladid.is Sagði af sér vegna tengsla við Gaddafí Rektor London School of Economics sagði af sér vegna tengsla við son Gaddafís. Rektorinn tók við veglegum styrk frá Líbíu eftir að sonurinn hafði fengið doktorsgráðu. Háskólar í Bretlandi hafa þurft að leita sér fjár hjá auðkýfingum. SONUR GADDAFÍS Saif al-Islam Gaddafí þótti umbótasinnaður og umgekkst fína fólkið í Bretlandi. NORDICPHOTOS/AFP HOWARD DAVIES VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 5 39 92 0 3. 20 11 VITA er í eigu Icelandair Group. GROUP Kynntar verða spennandi gönguferðir á Korfu, um fjalllendi Slóvakíu, Dólómíta-alpana á Norður- Ítalíu og Vestur-Lýkíu í Tyrklandi. Auk þess mun Heilsuborg kynna starfsemi sína og bjóða góð kjör fyrir þá sem vilja hressa upp á formið fyrir gönguferðina. Gönguferðir Göngu-Hrólfs og VITA 2011 Upplýsingar Vita í síma 570 4453 eða í gegnum tölvupóst: siljarun@vita.is www.vita.is/sportlif | www.gonguhrolfur.is Kynningarfundur Göngu-Hrólfs og VITA sport í Heilsuborg, Faxafeni 14, þriðjudaginn 8. mars kl. 20:00. Nánari upplýsingar á vitasport.is Tilkynning frá Samtökum eigenda sjávarjarða. Samtök eigenda sjávarjarða tilkynna hér með að allar veiðar og önnur atvinnustarfsemi innan netlaga sjávarjarða þar með taldar hrognkelsaveiðar eru bannaðar án leyfis eigenda viðkomandi jarða. Miða skal við fjarlægðarregluna 60 faðma (115 metrar) og dýptarviðmiðið 12 álnir eða 4 faðma (6,88 metrar) dýpi á stórstraumsfjöru varðandi fiskveiðar. Innan þessara marka er um svæði í einkaeign að ræða og geta þeir sem virða það ekki átt von á því að verða kærðir. Samtök eigenda sjávarjarða – www.ses.is REYKJAVÍK Enn virðist langt í að sátt náist um sameiningaráform í leikskólum Reykjavíkurborgar sem kynnt voru í vikunni. Starfshópur borgarráðs lagði þar til breytingar á starfi 32ja leik- skóla í borginni, sem munu leiða til þess að 30 verða sameinaðir undir 14 yfirstjórnir og tveir verða sam- einaðir grunnskólum og frístunda- heimilum. Rósa Steingrímsdóttir, formaður Barnanna okkar – Samtaka for- eldrafélaga leikskóla, sagði í sam- tali við Fréttablaðið að þau væru ósátt vegna takmarkaðs samráðs borgar yfirvalda við foreldra og fagaðila. „Foreldrar eru ekki að upplifa samvinnu eða samráð í þessu ferli og lítið mark er tekið á þeirra til- lögum. Okkur finnst ekki sem verið sé að for- ga ngsraða í þágu barna hér í borginni með þessum samein- ingum.“ Rósa bætir því við að hún telji hagræðinguna sem hljótist af þessum aðgerðum vera það litla að það réttlæti ekki röskunina. „Svo tapast mikil þekking út úr greininni við það að segja upp svo mörgum leikskólastjórum í einu. Þá fer afar lítið fyrir tali um fag- legan ávinning í skýrslunni með tillögunum.“ - þj Foreldrar leikskólabarna ósáttir við sameiningartillögur í Reykjavík: Segja börnin ekki sett í forgang RÓSA STEINGRÍMSDÓTTIR ÓSÁTT VIÐ SAMEININGAR Foreldrafélag leikskólanna í Reykjavík er ekki sam- mála menntayfirvöldum um hagræð- ingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Landsbankinn mun að öllum líkindum taka yfir SpKef-sparisjóð sem reist- ur var á grunni hins gjaldþrota Sparisjóðs Keflavíkur. Til stóð að ríkið endurfjármagn- aði sjóðinn en talið er að milljarðar sparist með því að láta Landsbankann taka hann yfir. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Samningaviðræður standa nú yfir milli Landsbankans, fjármálaráðuneytisins og Bankasýslu ríkisins um málið en til stendur að flytja innlán sparisjóðsins til Landsbankans. Ríkissjóður mun væntanlega leggja fjórtán til fimmtán milljarða króna inn í SpKef til að mæta skuldbindingum vegna innistæðna en heildarskuldbindingar spari- sjóðsins nema alls átján milljörðum. Í frétt Stöðvar 2 sagði jafnframt að viðræð- ur um yfirtökuna væru langt komnar en svo virtist sem stjórn SpKef hefði ekki verið höfð með í ráðum því hluti stjórnar frétti fyrst af viðræðunum í gegnum fjölmiðla. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem segir að unnið sé að því að tryggja til frambúðar og með fullnægj- andi hætti fjármögnun á starfseminni. Engin ástæða sé fyrir innistæðueigendur að óttast um fjármuni sína. SpKef starfrækir sextán útibú og er búist við því að Landsbankinn reki einhver þeirra áfram undir sínu nafni. Á annað hundrað manns starfa fyrir SpKef en óvissa ríkir um framtíð starfsmannanna. - mþl Óvissa um framtíð á annað hundrað starfsmanna sparisjóðs: Landsbankinn tekur líklega yfir SpKef SPKEF Ríkissjóður mun væntanlega leggja fjórtan til fimmtán milljarða króna til SpKef til að mæta skuldbindingum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Við vorum þarna vegna þess að landið virtist reiðubúið undir um- bætur. MICHAEL PORTER PRÓFESSOR VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.