Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 10

Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 10
5. mars 2011 LAUGARDAGUR10 Félagsfundur Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, heldur félagsfund þriðjudaginn 8. mars kl 19:30 í félagsheimilinu, Hátúni 12. Fundarefni: Hrefna K. Óskarsdóttir og Helga Björnsdóttir flytja erindi: Fullkomleiki og fegurð: vangaveltur um líkama, konur og fötlun. Kaffiveitingar Allir velkomnir BENSÍN SELT Á GOSFLÖSKUM Maður á Filippseyjum hellir blýlausu bensíni úr gosflösku á vélhjólið sitt, en þar er hálfs lítra flaskan nú seld á tæplega 150 krónur. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Málum vegna kláms og vændis hjá Stígamótum hefur fjölgað á síðustu árum. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir það færast í aukana að konur leiti til samtakanna í kjölfar hót- ana þar sem ofbeldismennirnir hafa tekið upp kynlífsathafnir eða nauðganir og nota myndböndin sem kúgunartæki. „Eitt af því sem stafar mikil ógn af er myndbirtingar. Ef það eru til myndir af kynlífsathöfnum er hægt að nota það sem beitt vopn gegn fólki,“ segir hún. Ný mál hjá Stígamótum voru 275 á liðnu ári. Árið á undan voru þau 231, eins og kemur fram í nýj- ustu ársskýrslu samtakanna. Alls leituðu 123 einstaklingar til sam- takanna og heildarfjöldi ofbeldis- manna sem tilkynnt var um var 394. Starfskonur Stígamóta eru fjórar og tóku þær saman 1.803 viðtöl á árinu 2010. Í 97 prósentum tilvika eru það karlar sem fremja kynferðisbrot- in. Hlutfall karla sem leituðu til Stígamóta á síðasta ári var í kring- um 10 prósent og er það svipað og hefur verið undanfarin ár. Þegar aldur fórnarlamba er skoðaður kemur í ljós að brotin eru fyrst og fremst framin á ungu fólki. Þetta fólk leitar til Stígamóta áratugum eftir að brotin eru fram- in. Tæp 30 prósent brotanna voru framin þegar einstaklingarnir voru á aldrinum 5 til 10 ára. Tæp 7 prósent gerðust þegar fórnarlömb- in voru á aldrinum 0 til 4 ára. „Fólk kemur hingað með mjög gömul leyndarmál,“ segir Guðrún. Í um 40 prósentum tilvika, þegar um sifjaspell var að ræða, stóð misnotkunin yfir í eitt til fimm ár. Í rúmlega tíu prósentum tilfella stóð það yfir í sex ár eða lengur. „Ef þessar upplýsingar eru bornar saman við aldursskipt- ingu fórnarlambanna sést að mis- notkunin varir á meðan ofbeldis- maðurinn hefur aðgang að barninu,“ segir Guðrún. Stígamót eru nú að leita að hús- næði til að opna athvarf fyrir konur sem eru að koma út úr vændi. Verk- efnið hefur nú þegar verið fjár- magnað. Einnig er stefnt að því að koma af stað sólarhringsþjónustu á þessu ári. sunna@frettabladid.is Kúga konur með kynlífs- upptökum Alls leituðu 275 manns til Stígamóta á liðnu ári en það eru 44 fleiri en árið á undan. Það færist í vöxt að ofbeldismenn noti kynlífsmyndbönd til að kúga konur. Þjónusta Stígamóta verður bætt á þessu ári. SKÝRSLAN KYNNT Anna Þóra Kristinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Þórunn Þórarins- dóttir kynna ársskýrslu Stígamóta fyrir 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjöldi þeirra sem leituðu hjálpar vegna nauðgana og nauðgunartilrauna var 123, þar af voru þrettán hópnauðganir. Athygli vekur að fleiri nauðgarar not- uðu hótanir sem þvingunartæki en ekki líkamsmeiðingar. Guðrún bendir á að hegningarlögin geri ráð fyrir beinum líkamsmeiðingum í refsi rammanum og það þurfi að skoða. „Þegar konum er nauðgað fer oft á tíðum í gang ósjálfráð sjálfsbjargarhvöt sem gerir það að verkum að þær frjósa algjörlega og reyna ekki að berja frá sér,“ segir hún. „Það er hugsanlega eina leiðin til þess að sleppa sem best úr eins hræðilegum aðstæðum.“ Fleiri nota hótanir en líkamsmeiðingar Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing VIÐSKIPTI Capacent sendi í gær frá sér fréttatilkynningu í tilefni af frétt sem birtist í Fréttablaðinu í gær. Þar kom fram að skiptastjóri GH1, sem áður hét Capacent, hefði óskað eftir því við efnahagsbrota- deild Ríkislögreglustjóra að hafin yrði rannsókn á sölu á rekstri og vörumerki Capacent í september. Þykir leika grunur á að veðsettar eignir hafi verið seldar án heim- ildar veðsala. Í tilkynningunni frá Capacent segir að fullyrðingar skiptastjóra þess efnis að veðsettar eignir hafi verið seldar eigi sér ekki stoð og að forsvarsmenn fyrirtækisins íhugi að höfða meiðyrðamál vegna ítrek- aðra yfirlýsinga skiptastjóra um lögbrot. Jafnframt telur fyrirtækið mikil- vægt að koma því á framfæri að kröfu skiptastjóra um lögbann á notkun nýrra eigenda á vöru- merki Capacent, hafi verið hafnað hjá sýslumanni þar eð um gildan kaupsamning hafi verið að ræða. Hins vegar sé uppi ágreiningur um ákveðin atriði í tengslum við söluna sem forsvarsmenn Capacent treysti dómstólum til að úrskurða um. Forsaga málsins er sú að félag í eigu starfsmanna keypti í septem- ber rekstur og vörumerki Capacent í kjölfar þess að ekki tókst að semja um niðurfellingu á erlendu láni sem hvíldi á fyrirtækinu. Hefðu starfs- menn ekki keypt reksturinn hefði Capacent ella farið í þrot og hætt störfum. - mþl Capacent áréttar að eðlilega hafi verið staðið að kaupum á fyrirtækinu: Engar veðsettar eignir seldar CAPACENT Félag í eigu starfsmanna keypti rekstur og vörumerki Capacent í september eftir að Íslandsbanki gjald- felldi erlent lán sem hvíldi á fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HAFNARFJÖRÐUR Fjölskylduráð Hafnarfjarðar tekur undir með velferðarráði Reykjavíkur um að unglingaskemmtanir eigi ekki að halda á vínveitingastöðum. „Á undanförnum vikum og mánuðum hefur borið á því að unglingaskemmtanir, þar sem aldurstakmark er 14 ár, séu haldnar á vínveitingastöð- um og þær auglýstar í gegn- um samskiptasíður á borð við Facebook... Nóg er af öðru hús- næði til slíkra skemmtana og almennt vilji hjá þeim sem standa að æskulýðsstarfi ung- linga til að finna slíkum atburð- um hentugra húsnæði og betri umgjörð,“ segir fjölskylduráð Hafnarfjarðar. - gar Samstaða í sveitarstjórnum: Enga unglinga á vínveitingahús Urðu úti í hríð Þrjú ungmenni létust í stórhríð í Norður-Noregi á fimmtudag. Ung- mennin voru í snjósleðaferð ásamt fleirum. Ekkert þeirra var nægilega vel búið miðað við aðstæður. NOREGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.