Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 16
16 5. mars 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Ic e s a v e - l ö g i n o g staðfestingar synjun forset-ans breyta nokkuð stöðunni á taflborði stjórnmálanna með áhrifum á bæði stjórnina og stjórnarandstöðuna. Andstæðingar málsins í Sjálf- stæðisflokknum fóru með hrak- yrðum gegn formanninum og stað- hæfðu að hann hefði losnað frá grasrótinni vegna stuðnings við það. Skoðanakönnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2 sýnir hins vegar að nærri lætur að tveir þriðju hlut- ar stuðningsmanna flokksins fylgi forystunni. Þeir sem kenna sig við grasrótina ná til þriðjungsins. Þetta e r f y r s t a styrkleika- mæling á ólík- um skoðunum í Sjálfstæðis- f lokknum. Á þessu s t ig i sýnir hún miklu betri stöðu for- ystunnar en mótherjarnir töldu hana hafa. Ólíklegt er að það dragi að marki úr andspyrnunni. En þó má ætla að tungutakið verði yfir- vegaðra á eftir. Hvað sem öðru líður sýnir þetta að valt getur reynst að eigna sér grasrótina. Svo er spurning: Hver á gras- rótina á kjördegi? Reynslan erlendis frá kennir að afstaða til ríkisstjórnar og annarra mála getur ráðið miklu í þjóðaratkvæði. Inni á Alþingi er erfitt að láta afstöðu til einstakra mála ráðast af öðru en málefninu sjálfu. Úti í moldviðri samfélagsumræðunnar er það hins vegar léttara. Munur- inn er sá að enginn ber ábyrgð á ákvörðun í þjóðaratkvæði eins og á Alþingi. Hver á grasrótina á kjördegi? Könnunin sýnir að stjórnar flokkarnir hafa nú rúmlega 40 hundraðs-hluta fylgi. Við venjuleg- ar aðstæður þarf ríkisstjórn ekki að hafa áhyggjur af þannig stöðu á miðju kjörtímabili. En þegar við blasir að úrslit stærsta málsins sem hún hefur glímt við ráðast í þjóðaratkvæði getur slíkt misvægi milli þingstyrks og fylgis sett strik í reikninginn. Ríflega 60 hundraðshlutar kjós- enda ætla þó að styðja lögin. Við greiningu á þeim hópi sést að rúm- lega 40 hundraðshlutar hans koma úr hópi fylgismanna Sjálfstæðis- flokksins, rúmlega 30 frá þeim sem styðja Samfylkinguna og rúmlega 20 úr röðum VG. Stuðn- ingur úr röðum annarra er óveru- legur. Sjálfstæðismenn leggja því mest af mörkum. Þegar svo litið er á alla þá sem afstöðu taka bæði með og á móti kemur í ljós að hlut- ur stuðningsmanna laganna úr röðum stjórnarflokkanna beggja er aðeins þriðjungur. Af þessu má ráða að málið er óvinnandi fyrir stjórnarflokkana eina. Þeir eru alfarið háðir stuðn- ingi kjósenda Sjálfstæðisflokksins eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan var ákveðin. Við það vakna tvær spurningar. Önnur er: Hefur það áhrif á samstarf og málflutning á Alþingi? Hin er: Mun það hafa áhrif á einhverja kjósendur Sjálf- stæðisflokksins fram að kjördegi? Varðandi fyrri spurninguna má ætla að stjórnarflokkarnir reyni að forðast átök. Þeir mýkja umræðuna og forsætisráðherra fer sjaldnar með textann um að böl heimsins stafi af íhaldinu. Engin teikn eru hins vegar um raunverulega breikkun á pólitísku samstarfi. Strik í reikninginn Varðandi síðari spurn-inguna er niðurstaða könnunarinnar um fylgi við endurkjör forseta Íslands áhugaverð. Þar kemur í ljós að ákveðinn hluti þeirra fylgis- manna Sjálfstæðisflokksins sem styður Icesave-lögin er jafnframt hlynntur því að forsetinn bjóði sig fram á ný. Ef aðeins þessi hluti skipti um skoðun þannig að jafn- margir sjálfstæðismenn og styðja forsetann yrðu á endanum andvíg- ir lögunum félli heildarstuðningur við þau úr rúmlega 60 hundraðs- hlutum í ríflega 50. Þar með væru úrslitin orðin tvísýn. Ekki kæmi á óvart að andstæðingar laganna reyndu að spila á vaxandi vantrú á ríkis- stjórninni, óþol með kjaravið- ræður og deilur um ESB. Þó að stjórnin ætli að sitja hvernig sem fer má ljóst vera að hún yrði full- komlega lömuð eftir tap í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hins vegar getur hún ekki lagt allan þunga sinn í málsvörnina því að hún segist geta setið þótt málið falli. Þannig verð- ur tilvera hennar ekki með öllu óháð málinu sjálfu í kjörklefanum. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur lýst því að hann muni í kosningaumræðunni standa við þau málefnalegu sjónarmið sem réðu afstöðu hans á Alþingi. Það er bæði sterkt og skynsamlegt. Hann dregur hins vegar ekki burst úr nefi þeim sem telja að stundaglas stjórnarinnar sé tæmt. Það er ein- faldlega ekki hans hlutverk. Það er ríkisstjórnarinnar. Best er að rök og mótrök er lúta alfarið að málinu sjálfu ráði úrslitum þess. Líklegt er að svo fari. Ekki er þó á vísan að róa í því efni og lítil þúfa getur velt þungu hlassi. Ríkisstjórnin sýnist vera of dofin til að leika þá mótleiki sem gætu styrkt stöðuna. Síðustu daga hefur hún látið sókn og vörn málsins hvíla á embættismönnum og tveimur bönkum. Dýpri getur pólitíska lægðin varla verið. Litil þúfa og þungt hlass ÞORSTEINN PÁLSSON www.seglagerdin.is Ilusion i 690, háþekja. Verð kr. 12.890.000 Ilusion i 760, lágþekja. Verð kr. 12.890.000 Ilusion i 780, lágþekja. Verð kr. 12.490.000 Ferðafélaginn í ár R étturinn til að tjá sig er einn af hornsteinum lýðræðisins og skoðanaskipti um málefni, bæði brýn pólitísk málefni og hversdagslegri mál, eru hluti af því að vera mann- eskja. Forsenda þess að skoðanaskipti séu gjöful er þó gagnkvæm virðing þeirra sem skiptast á skoðunum og virk hlustun, sem því miður virðist á tíðum skorta, ekki síst þegar tekist er á um pólitísk málefni. Íslensk umræðuhefð á vettvangi stjórnmála er kappræða að mati Ólafs Páls Jónssonar heimspekings, sem ritar áhugaverða grein um efnið í síðasta tölublað Tímarits Máls og menningar. Eins og liggur í orðinu sjálfu, kappræða, þá gengur hún út á að menn etja kappi með orðum og sá hefur betur sem tekst að stela senunni. Þessi umræðu- hefð stjórnmálanna hefur líka stundum verið nefnd Morfís- hefðin og er þá kennd við þekkta mælskukeppni framhaldsskóla. Meðal einkenna kappræðu- menningarinnar er að draga persónu andstæðingsins inn í umræðuna, til dæmis að setja á hann einkenni og gera honum jafnvel upp skoðanir. Annað ein- kenni er notkun gífuryrða en svo virðist sem mörk þess orðfæris sem viðeigandi telst séu að færast út, hugsanlega vegna áhrifa af nafnlausum skrifum í athugasemdakerfum á netinu. Útvötnun hugtaka er einnig einkenni á kappræðumenningunni sem einkennir pólitíska umræðu. Hugtakið mannréttindi er dæmi um slíkt hugtak. Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem hægt á að vera að tryggja að allir njóti. Í umræðunni um staðgöngumæðrun kom hins vegar fram það sjónarmið að það væru mannréttindi að fá að eignast börn. Mannréttindi kvenna í fjarlægum löndum sem af neyð vinna það verk að ganga með börn gegn greiðslu voru þá ekki nefnd til sögu. Landráðamaður er stimpill sem vinsælt hefur verið að klína á þá sem telja að Ísland sé betur komið í samfélagi Evrópuþjóða í ESB en utan þess. Á móti fá þeir sem andvígir eru Evrópusambandsaðild iðulega stimpilinn einangrunarsinnar þrátt fyrir að margir þeirra séu hlynntir margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir um tiltekin málefni. Þessa daga heyrist nokkuð hátt í hópi fólks sem vill fá að ferðast hindrunarlítið á vélknúnum farartækjum og hestum um friðað land í Vatnajökulsþjóðgarði. Regnhlífarsamtök þessa fólks nefn- ast Ferðafrelsi. Þegar að er gáð er þetta nafnaval umhugsunar- vert. Um hvað snýst ferðafrelsi og hvað felst í því að búa við skert ferðafrelsi? Hugurinn leitar til Gasa þar sem íbúar komast hvorki lönd né strönd. Lönd eins og Norður-Kórea og Kína koma einnig upp í hugann. Svipting ferðafrelsis er þannig grafarlegt mál og vissulega brot á mannréttindum en hefur ekkert með það að gera hvort og þá með hvaða hætti má þeysa á ýmiss konar fararskjótum um Vatnajökulsþjóðgarð eða önnur friðuð landsvæði. Skoðanaskipti eru afar mikilvæg og rétturinn til að tjá sig telst einmitt til grundvallarmannréttinda; ekki síst er mikilvægur rétturinn til að tjá sig og skiptast á skoðunum um ákvarðanir stjórnvalda. Hafa verður þó hugfast að orð hafa ábyrgð og hugtök eins og mannréttindi og ferðafrelsi eiga eingöngu við í umræðu sem snýst um grundvallarrétt fólks til lífs og frelsis. Morfísstemning spillir umræðumenningunni. Útvötnun orðanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.