Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 22

Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 22
22 5. mars 2011 LAUGARDAGUR Þingsályktunartillaga mín og sautján annarra þingmanna úr fjórum flokkum um staðgöngu- mæðrun er nú til meðferðar á Alþingi. Ég hef unnið að undirbún- ingi þessa máls í vel á þriðja ár og tengist tillagan því ekki á nokk- urn hátt máli Jóels litla, íslenska drengsins sem fæddist á Indlandi eins og haldið hefur verið fram. Ég vil beina umræðunni aftur að því sem þingsályktunartillaga okkar fjallar um, þ.e. að heimila staðgöngumæðrun af velgjörð á Íslandi, með öllum þeim skilyrð- um sem íslenskar aðstæður krefj- ast. Mikill almennur stuðningur Yfir 80% aðspurðra í nýlegum könnunum eru hlynnt staðgöngu- mæðrun. Ýmsir sem tjáð sig hafa um þetta mál, siðfræðingar og fleiri, hafa dregið þennan stuðn- ing í efa og hafa gefið í skyn að almenningur hafi ekki forsend- ur til þess að mynda sér skoðun á þessu máli. Ég er þessu allsend- is ósammála og treysti Íslending- um vel til þess að taka afstöðu til þessa málefnis sem annarra. Staðgöngumæðrun hefur verið heimiluð víða um heim síðan á níunda áratugnum. Því er haldið fram að ekki sé hægt að heimila staðgöngumæðrun sökum þess að hún sé ekki leyfð á Norður- löndunum. Það er rétt að stað- göngumæðrun er ekki heimiluð enn sem komið er á Norðurlönd- unum. En við höfum ófeimin tekið framúr öðrum Norður- landaþjóðum við að tryggja jafn- ræði milli kvenna þegar kemur að frjósemis aðstoð. Við heimilum eggjagjöf af velgjörð sem ekki er leyfð alls staðar á Norður- löndunum. Við höfum einnig verið í fararbroddi við lagasetn- ingu um önnur mikilvæg rétt- indamál, eins og réttindi sam- kynhneigðra. Ég tel okkur því eiga að vera óhrædd við að taka af skarið í þessu máli og vanda okkur við lagasetningu sem gæti orðið öðrum þjóðum fyrirmynd. Álitamálin eiga einnig við önnur leyfileg úrræði Helstu álitamálin sem gagnrýn- endur staðgöngumæðrunar hafa nefnt einskorðast í flestum til- fellum ekki við það úrræði. Við Íslendingar höfum þegar tekið afstöðu til margra þeirra álitamála með því að heimila önnur úrræði, svo sem eins og tæknifrjóvgun einhleypra, giftra og samkyn- hneigðra með gjafaeggi og gjafa- sæði, þekktu og óþekktu, jafnt sem ættleiðingar giftra, einhleypra og samkynhneigðra. Álitamálin sem nefnd eru snú- ast m.a. um rétt barna til þess að þekkja uppruna sinn – þau eiga sérstaklega við þegar um er að ræða tæknifrjóvgun með gjafa- eggi og gjafasæði þar sem gef- endurnir eru óþekktir. Samt sem áður var slík frjóvgun heimiluð með lögum í fyrrasumar, nánast án umræðu í þinginu. Og merki- legt nokk – hvorki Femínista- félagið eða Alþýðusambandið sáu ástæðu til að gera athugasemd- ir við það. Í umsögnum til þings- ins fögnuðu Kvenfélagasamband- ið, Kvenréttindafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofan frum- varpinu sérstaklega og töldu það mikilvægt skref til þess að tryggja réttindi allra kvenna til þess að gangast undir tæknifrjóvgun og eignast barn. Ég er sammála því sjónarmiði að þarna beri okkur að tryggja jöfn réttindi allra kvenna, líka þeirra sem geta ekki gengið með barn sitt sjálfar. Félagslegar aðstæður staðgöngu- mæðra verði tryggðar Félagslegar aðstæður á Íslandi eru góðar og allt aðrar en t.d. á Indlandi. Auðvitað munum við tryggja góðar félagslegar aðstæð- ur íslenskra staðgöngumæðra á sama hátt og við höfum verið í fararbroddi hér á landi við að tryggja jafnrétti kynjanna, jafna stöðu karla og kvenna til töku fæð- ingarorlofs og jafnrétti óháð kyn- hneigð. Það er einmitt punkturinn – við viljum heimila staðgöngu- mæðrun á okkar eigin forsend- um þannig að réttindi staðgöngu- móðurinnar, barnsins og verðandi foreldra verði tryggð í hvívetna. Við treystum því að konan geti sjálf, af fúsum og frjálsum vilja, tekið ákvörðun um að ráðstafa lík- ama sínum til staðgöngumæðrun- ar alveg eins og við treystum því að konan geti tekið aðrar ákvarð- anir er varða líkama hennar, t.d. eins og um að gefa úr sér egg eða jafnvel nýra, eins og heimilt er hér á landi, og hefur á sama hátt og meðganga ákveðna áhættu í för með sér fyrir viðkomandi. Lagalega bindandi samningur Staðgöngumæðrun af velgjörð með ströngum skilyrðum þýðir að verð- andi foreldrar og staðgöngu móðirin ákveða af fúsum og frjálsum vilja að gera með sér lagalega bind- andi samning um að staðgöngu- móðir gangi með barn fyrir for- eldrana. Áður yrðu þau að hafa gengist undir mat sérfræðinga- teymis, lækna, félagsráðgjafa og sálfræðinga sem úrskurðuðu um hæfi þeirra til þess að fara þessa leið. Auðvitað yrði liður í því mati að útiloka að um einhvers konar nauðung eða viðskipti með barn- ið væri að ræða. Þetta samkomu- lag yrði ekki frekar viðskiptatengt en aðrir samningar sem snúast um eggjagjöf, ættleiðingar eða forsjá barna og miða að því að tryggja hag barna og foreldra sem allra best. Staðreyndin er sú að þetta er enn eitt úrræðið sem er tæknilega mögulegt til þess að aðstoða fólk með skerta frjósemi við að eignast barn. Við höfum alla möguleika til þess að tryggja vandaða lagasetn- ingu sem tekur á þeim álitamálum sem upp geta komið. Einhendum okkur í það verk. Staðreyndir um staðgöngu- mæðrun af velgjörð Þetta samkomu- lag yrði ekki frekar viðskiptatengt en aðrir samningar sem snúast um eggjagjöf, ætt- leiðingar eða forsjá barna.Það er mín einlæga skoðun að þær breytingar sem fyrirhug- aðar eru í skóla- og frístunda- málum Reykjavíkur séu af hinu góða. Niðurstaða samráðshóps um greiningu tækifæra til sam- reksturs skóla og frístundaheim- ila er tímamótavinna. Verkefni hópsins er hluti af hagræðingar- vinnu borgaryfirvalda til fram- tíðar. Breytingarnar sem nú eru kynntar eru ekki tímabundn- ar skyndilausnir og reddingar, heldur uppbyggilegar breytingar, hugsaðar til þess að tryggja góða menntun reykvískra barna um alla framtíð. Hópurinn horfði á heildarþjónustu við börn og ung- linga, óháð stofnunum og svið- um. Það er hagur barnanna sem hafður er að leiðarljósi. Við erum að reyna að spara en um leið að standa vörð um starfið með börn- unum. Þess vegna erum við að reyna að nýta húsnæði betur, ekki síst fyrir þessi fjölmörgu leikskólabörn sem við þurfum pláss fyrir næsta haust. Með því að endurskipuleggja frístunda- heimilin og skólahúsnæðið þá eigum við leikskólapláss fyrir á fjórða hundrað börn sem væntan- leg eru í leikskólana í lok sumars. Með breytingu á skipulagi skólastarfs getum við líka slegið á frest nýbyggingum upp á rúma tvo milljarða á næstu fjórum árum. Við eigum mjög gott skóla- kerfi og mikil verðmæti í faglegu starfi. Húsnæði er annað. Segj- um sem svo að það væri ekkert skólakerfi í Reykjavík og að við fengjum það verkefni að byggja það algjörlega upp frá grunni. Myndum við þá byggja 40 skóla og 100 leikskóla? Ég held ekki. Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfirstjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Næsta haust er von á stærsta árgangi Íslandssögunnar í leik- skóla borgarinnar. Venjulega fáum við 1.500 ný börn í leik- skólana á haustin en nú verða þau nítján hundruð. Samnýting hús- næðis leikskóla og grunnskóla skapar mörg tækifæri til þró- unar á samfellu skólastiganna, svo ekki sé minnst á samspil við frístundastarf. Í þess konar samstarfi gætu ólíkar fagstéttir, leikskólakennarar og frístunda- fræðingar skipulagt saman skóladag yngstu barnanna. Einnig skiptir gríðarlegu máli að langflest börn halda áfram í sínum leik- og grunnskóla og ættu ekki að verða vör við nein- ar breytingar. Ég hef sjálfur reynslu af sam- einingu leikskóla sonar míns, Tjarnaborgar og Öldukots. Fag- legt starf á leikskólanum er jafngott og áður. Foreldrar eru ánægðir. Ég ber sama traust til starfsfólks og ég gerði fyrir sam- eininguna og sonur minn er jafn- ánægður með leikskólann sinn. Ég hvet alla sem áhuga hafa á menntamálum til að kynna sér skýrslu starfshópsins. Hana er að finna ásamt öllum nán- ari upplýsingum á sérstökum vef menntasviðs: www.rvk.is/ skoliogfristund. Breytingar til góðs í skólum borgarinnar Reykjavík Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík Við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti. Það erum við að gera. Við erum líka að skoða yfir- stjórn borgarinnar og munum sameina svið, skrifstofur og deildir. Óhætt er að segja að hróður íslenskra sérfræðinga á sviði jarðvarmanýtingar fari víða. Víð- tæk þekking, sem skapast hefur í gegnum menntun og reynslu á sviði orkunýtingar á jarðvarma, hefur leitt til þess að íslenskir sér- fræðingar eru eftirsóttir víða um heim þar sem þeir miðla af þekk- ingu og reynslu við framleiðslu og nýtingu á orku frá þessari endur- nýjanlegu orkuauðlind. Þessi sér- fræðigrunnur kemur þó ekki af sjálfu sér, eða öllu heldur hafa íslensk fyrirtæki, sem starfa innan jarðvarmageirans, þróað með sér sterka samvinnu sem leitt hefur til þess að grundvallarþekking á sviði jarðvarma hefur sett íslenska sér- fræðinga í fremstu röð í heiminum. Í ljósi þessarar miklu samvinnu, upplýsingaflæðis milli manna, fyrirtækja og stofnana má segja að jarðvarmageirinn hafi þróað með sér öflugan klasa og þar með eflt samkeppnishæfni greinarinnar. Styrkur jarðvarmaklasans á Íslandi hefur leitt til þess að þjóðir, sem búa yfir þessari endurnýjan- legu orkuauðlind, eru farnar að horfa hingað í þekkingaröflun og með það í huga að geta nýtt sér íslenskt hugvit á þessu sviði. Vin- sældir endurnýjanlegra orkugjafa hafa aukist mikið og skipar jarð- hiti veglegan sess þar á meðal. Því má ætla að eftirspurn eftir mennt- uðum sérfræðingum á þessu sviði eigi eftir að aukast enn frekar þar sem vinsældir náttúruvænna orku- gjafa, eins og jarðvarma, eru mikl- ar. Hér er auðsjáanlega vannýtt forskot til frekari eflingar á sam- keppnishæfni háskólanna í orku- fræðum. Sérhæfð jarðvarmamenntun Jarðhitakerfi eru einstök í eðli sínu og því mikilvægt að efla rannsóknir á þeim innan háskóla- samfélagsins. Nálægðin við auð- lindina hér á landi gefur ákveðið samkeppnisforskot þar sem auð- velt er að blanda saman í náminu starfsnámi og bóknámi. Háskól- inn í Reykjavík og Háskóli Íslands eru einu menntastofnanirnar hér á landi sem bjóða upp á meistara- og doktorsnám í verkfræði og skyld- um greinum í tengslum við jarð- varmafræði, en þess má geta að verkfræði og önnur tæknimenntun skipar einna veglegastan sess í sér- hæfingu jarðvarmavísinda. Aðrar greinar, eins og jarðfræði, eðlis- fræði, efnafræði og umhverfis- fræði, eru einnig mikilvægar greinar á sviði jarðvarmavísinda en minna hefur verið gert út á sér- hæfingu í greinum eins og lögfræði og viðskiptafræði. Stuðla mætti að þverfaglegu námi sem miðar að því að nemendur geti sérhæft sig á fleiri sviðum eins og lögfræði, við- skiptafræði og umhverfisfræði svo eitthvað sé nefnt. Að námi loknu ættu nemendur að geta tekist á við margvísleg verkefni og skyldur sem fylgja því að nýta jarðhitann þjóðinni til hagsældar. Ég tel að stjórnvöld geti nýtt sér þetta samkeppnisforskot með því að veita fjármagni inn í þess- ar menntastofnanir í stað þess að draga úr fjárframlögum til þeirra. Það gæti leitt til frekari nýsköp- unar og eflingar íslenskra fyrir- tækja sem starfa í jarðvarmageir- anum auk útflutnings á hugviti. Ef vel tekst til má gera ráð fyrir að íslenskt hugvit á erlendum vett- vangi leiði enn frekar til eflingar á samkeppnishæfni íslensks orku- iðnaðar. Efling menntunar innan jarðvarmaklasans á Íslandi Menntun Kjartan Sigurðsson M.Sc í alþjóðaviðskiptum Hér er auðsjáan- lega vannýtt forskot til frekari eflingar á samkeppnishæfni há- skólanna í orkufræðum. Staðgöngumæðrun Ragnheiður Elín Árnadóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.