Fréttablaðið - 05.03.2011, Side 24

Fréttablaðið - 05.03.2011, Side 24
5. mars 2011 LAUGARDAGUR24 M eirihluti hlut- hafa stoðtækja- fyrirtækisins Össurar sam- þykkti á aðal- fundi félagsins í gærmorgun tillögu stjórnarinn- ar að taka félagið af hlutabréfa- markaði hér. Fyrirtækið var skráð á hlutabréfamarkað í Kaup- mannahöfn í september árið 2009 og mun verða það áfram. Höfuð- stöðvarnar verða eftir sem áður hér á landi. Forsvarsmenn íslenskra líf- eyrissjóða í hluthafahópnum og Þórður Magnússon, varaformaður stjórnarinnar, sem þar situr fyrir hönd Eyris Invest, voru mótfallnir tillögunni og vildu fresta afskrán- ingu. Saman fara lífeyrissjóðirnir og Eyrir Invest með rúman fjórð- ung hlutafjár í Össuri. Ekki liggur fyrir hvort og þá hvenær hlutabréf Össurar verða tekin úr viðskiptum í Kauphöllinni en þar á eftir að taka málið fyrir. Þeir sem rætt hefur verið við úr hópi andstæðinga afskráningar segja óheppilegt að taka Össur af markaði; það geti rýrt traust á hlutabréfamarkaðnum á sama tíma og nokkur fyrirtæki eru að skoða skráningu í Kauphöll, þær fyrstu í að verða fjögur ár. Markaðsverðmæti Össurar nam í gær tæpum níutíu milljörðum króna og er það annað að tveimur stærstu félögunum sem skráð eru í Kauphöllina. Niels Jacobsen, stjórnar- formaður Össurar og forstjóri danska framleiðslufyrirtækisins William Demant Holding, stærsta hluthafa stoðtækjafyrirtækisins, var harðorður í garð stjórnvalda í ræðu sinni á aðalfundinum í gær. Hann sagði aðstæður íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegum rekstri hafa breyst til hins verra eftir efnahagshrunið og hafi tíðar og illar ígrundaðar reglur og laga- breytingar dregið úr trausti erlendra fjárfesta á íslensku við- skiptalífi. Afturvirkar reglur Þú varst harðorður í garð stjórn- valda í ræðu þinni í gær. Er f lumbrugangurinn í reglu- og lagasetningu hér slíkur að ekki er hægt að hafa fyrirtæki í alþjóð- legum rekstri lengur skráð hér á almennan hlutabréfamarkað? „Ég tel ræðuna ekki hafa verið harkalega. Hins vegar vona ég að ræðan hafi endurspeglað sýn okkar á Ísland. Það er erfitt að reka alþjóðlegt fyrirtæki í landinu þegar lögum og reglum er breytt. Sumar er erfitt að fá nokkurn botn í en aðrar eru afturvirkar. Það er erfitt að reka fyrirtæki með aftur- virkum lögum.“ Í ræðunni nefndir þú breyting- ar á reglum um yfirtökuskyldu. Mörkin voru lækkuð úr fjörutíu prósentum í þrjátíu í apríl árið 2009 og þeir sem voru yfir mörkum skikkaðir til að færa hlutafjáreign sína niður að þeim. Reglunum var breytt í desember í fyrra. Geturðu nefnt fleiri dæmi? „Það er ljóst að gjaldeyrishöft fara ekki vel saman við fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri. Þau flækja hlutina. En við settum ekki höftin heldur var það stjórnvaldsákvörð- un. Vissulega reynum við að vinna með þeim. En við getum ekki unað við slíkar aðstæður. Þá var breyting á yfir- tökumörkum úr fjöru- tíu prósentum í þrjá- tíu óheillaskref. Ég hef ekki séð neitt þessu líkt í öðrum löndum. Þegar við fjárfestum í Össuri árið 2004 gátum við keypt upp að fjöru- tíu prósent í félaginu án þess að þurfa að leggja fram yfirtökutilboð. Hvergi annars staðar í heiminum er maður neyddur til að breyta hlutafjáreign sinni eða leggja fram yfirtöku- tilboð án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Það skrýtna við yfir- tökureglurnar nú er að yfirtökutilboð á að mið- ast við síðasta verðið sem við greiddum. Þegar við keyptum síð- ast hlutabréf í Össuri var verðið mikið lægri en það er nú, á milli áttatíu til 110 krónur á hlut. Nú er það tvöfalt hærra, um tvö hundruð krónur. Við gætum lagt fram til- boð upp á hundrað krónur á hlut. En ég held að við fengjum ekki mikil viðbrögð við því. Ég botna lítið í breytingunni á þessum yfirtökureglum. Þegar við ákváðum að skrá Össur á mark- að í öðru landi veltum við því fyrir okkur hvaða land hentaði best. Máli skipti að þar væru fyrir önnur fyrir- tæki á heilbrigðissviði ekki síður en skýrar og auðskiljanlegar reglur á hlutabréfamarkaði. Við skoðuðum nokkra möguleika áður en við ákváðum að kauphöllin í Kaupmannahöfn hent- aði okkur best. Fram- vegis verða hlutabréf- in öll skráð á markað þar og framkvæmda- stjórnin mun halda áfram að stækka og dýpka hluthafahópinn. Það góða við að vera með fyrirtæki skráð í Kaupmannahöfn er að hvergi eru fleiri fyr- irtæki innan heilbrigðisgeirans skráð á markað á Norðurlöndun- um en þar. Tilgangur þess almennt að skrá félag á hlutabréfamarkað er að opna fyrir aðgang að fjármagni. Við náum því ekki fram með skráningu á hlutabréfamarkað hér. Ein af ástæðum þess að við skráðum hlutabréf Össurar í Kaupmannahöfn var sú að erlend- um lífeyrissjóðum var ekki heim- ilt að fjárfesta í hlutabréfum sem skráð voru í íslenskum krónum í Kauphöllinni. Því töldum við það mikilvægt að skrá félagið í Kaup- mannahöfn með það fyrir augum að breikka hluthafahópinn. Okkur tókst það mjög vel, hluthafahópur- inn er fjölbreyttur og alþjóðlegur. Breytingar á lögum og reglum hér valda því hins vegar að við teljum hag Össurar betur borgið í Kaup- mannahöfn. Skrýtinn kynjakvóti En hvað með lög um kynjakvóta sem taka gildi eftir tvö ár og þú gagnrýndir í ræðu þinni? „Í frjálsu viðskiptaumhverfi er það hluthafanna sem kjósa hæf- asta fólkið og ákveða hverjir eiga að sitja í stjórnum fyrirtækja. Þótt við séum ekki með kynjakvóta hjá okkur þá verð ég að viðurkenna að við erum með mjög hæfileikaríka konu í stjórninni [Svöfu Grönfeldt, fyrrverandi forstjóra Actavis]. Þegar leitað er að stjórnarmönn- um í fyrirtæki á borð við Össur er óskað eftir fólki með alþjóðlega reynslu, reynslu af stjórnun stórra eða meðalstórra fyrirtækja eða hefur starfað á einhvern annan hátt á alþjóðavettvangi. Ég þekki ekki tölfræðina hér. En í Danmörku eru fimm prósent for- stjóra konur. Þar þætti það fárán- legt að skipta út stjórnum í fyrir- tækjum og velja úr hópi þeirra fimm prósenta kvenna sem stýra þar fyrirtækjum til stjórnarsetu. Að sjálfsögðu styðjum við það að konur nái frama í fyrirtækjum. En það á ekki að þrýsta því í gegn heldur verður þróunin að eiga sér eðlilegar ástæður. Konur eru um sextíu prósent nýrra háskólanem- enda í Danmörku og því held ég að þetta mál leysist af sjálfu sér. Ég tel það ekki jákvætt að þrýsta málinu í gegn.“ Afskráning af hinu góða En hvað segirðu um það að íslenskir lífeyrissjóðir hafi almennt verið andsnúnir því að afskrá félagið? „Ég get ekki staðfest þetta. Kosningin [í gær] var leynileg og því veit ég ekki hver var fylgjandi afskráningu og hver var á móti. Ég get aðeins staðfest að einn líf- eyrissjóður mælti fyrir því á fund- inum að fresta afskráningunni og að annar lífeyrissjóður hafi stutt tillöguna. Það eina sem við vitum var að tæp sjötíu prósent hluthafa studdu afskráninguna og þrjátíu prósent voru á móti.“ Er ekki eðlilegt að lífeyris- sjóðirnir séu á móti afskráningu Össurar við núverandi aðstæður? „Mér finnst það ekki eðlilegt. Hluthafar eiga að láta sér annt um fyrirtækið sem þeir fjárfesta í. Ég sé ekki að nokkur rök mæli fyrir því að fresta afskráningu Össurar hér. Þvert á móti tel ég afskrán- inguna hér koma fyrirtækinu til góða. Á sama tíma er ég leiður yfir því að við fengum ekki fullan stuðning til þess. Lífeyris sjóðunum mun á endanum líka betur þessi lausn.“ Ónothæfur gjaldmiðill En breytingar á lögum um hluta- félög á seinni hluta árs 2009 og í fyrra voru viðbrögð við fjármála- hruninu og áttu bæta það sem aflaga fór. Heldurðu að það hafi ekki tekist? „Ég hef fullan skilning á því að íslenskir stjórnmálamenn þurfa að laga lög og reglur að efnahags- ástæðum. En forsvarsmenn fyrir- tækja í alþjóðlegum rekstri verða að geta gengið að lögum og reglum vísum. Við hjá Össuri getum ekk- ert gert til að hafa áhrif á gjald- eyrishöftin og unum ekki við þau. Það er skylda stjórnarinnar að horfa fram á veginn og við tókum ákvörðun um það að við getum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem ekki er nothæfur. Við þær aðstæður getum við ekki annað en haft efasemdir um gagnsemi skráningarinnar. Ef forsvarsmenn lífeyrissjóða og aðrir hluthafar hafa eitthvað út á höftin að setja þá verða þeir að ræða við stjórnvöld um það.“ Skaðsemi flumbrugangsins Aðstæður íslenskra fyrirtækja hafa versnað eftir hrun. Gjaldeyrishöft, breytingar á yfirtökuskyldu og fyrirhugaður kynjakvóti hafa valdið því að meirihluti hluthafa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hefur samþykkt að taka fyrirtækið af hlutabréfamarkaði hér. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson settist niður með Niels Jacobsen, stjórnarformanni Össurar, og ræddi við hann um stöðuna. NIELS JACOBSEN Stjórnarformaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar segir tíðar og illa ígrundaðar breytingar á lögum og reglugerðum um hlutafélög hafa valdið því að erlendir fjárfestar hafi misst traust á íslensku viðskiptalífi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við hjá Öss- uri getum ekkert gert til að hafa áhrif á gjaldeyris- höftin og unum ekki við þau. ■ ÞEKKTUR MAÐUR Í DÖNSKU VIÐSKIPTALÍFI N iels Jacobsen er stórmenni í dönsku viðskipta-lífi. Hann er fæddur árið 1957 og með MSc- gráðu í hagfræði frá Háskólanum í Árósum. Hann situr í forstjórastóli danska fyrirtækisins William Demant Holding, sem framleiðir heyrnartæki auk þess að vera stjórnarformaður leikfangaframleið- andans Lego og varaformaður stjórnar flutninga- risans A.P. Møller Mærsk. Helsti hluthafi fyrir- tækisins er Oticon-stofnunin sem fjárfestir öðru fremur í fyrirtækjum á heilbrigðissviði. William Holding kom inn í hluthafahóp Össurar eftir kaup á rúmum sex prósenta hlut árið 2004. Seljandi var Össur Kristinsson, sem stofnaði stoðtækjafyrir- tækið undir eigin nafni árið 1971. „Við leituðum um allan heim að fjárfesting- arkosti í heilbrigðisgeiranum árið 2003. Þegar upp var staðið reyndist Össur hagfelldasti fjárfestingar kosturinn. Fyrirtækið var tiltölu- lega lítið en með starfsemi í nokkrum löndum. Það var kostur sem hugnaðist okkkur enda töld- um við að við gætum stutt við vöxt félagsins. Hægt og bítandi tókum við að kaupa hlutabréf fyrirtækisins og erum nú stærsti hluthafi þess. Það sem okkur líkar við félagið eru alþjóðleg viðhorf starfsmanna fyrirtækisins. Stór hluti þeirra hefur hlotið menntun í öðrum löndum, sumir í Bandaríkjunum en aðrir í Danmörku. Það metum við mikils,“ segir Jacobsen og bætir við að William Demant Holding horfi til langs tíma í fjárfestingum sínum. „Við lítum á okkur sem eigendur fyrirtækja en ekki sem hluthafa; einbeitum okkur að rekstri fyrirtækjanna sem við eigum hlut í og látum okkur annt um sam- félagslega ábyrgð þeirra. Við erum hér til að styrkja reksturinn og munum ætíð gera það,“ segir hann.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.