Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 32

Fréttablaðið - 05.03.2011, Síða 32
5. mars 2011 LAUGARDAGUR32 á hvítan flöt; hún er ekki hugsuð sem afmarkaður ferningur heldur átti hún að fylla út í rýmið. Þá kom Steinar Sigurðsson, arki- tekt banka, með þá skemmtilegu hug- mynd að útfæra myndina á glervegg í þessu nýja útibúi á Höfða. Við nánari skoðun kom í ljós kom að allar stærð- ir og hlutföll gengu upp.“ Ákveðið var því að skanna myndina í tölvu, lita- stilla hana, prenta á filmu og líma á glerið. Endurgerðin í anda Harðar Klara og Pétur segja ekki sjálfsagt mál að endurgera listaverk með þess- um hætti og því var ekki farið af stað nema að fengnu samþykki ættingja Harðar. „Þau voru mjög jákvæð fyrir þess- ari tilraun,“ segir Klara, „og ekki síður sátt við að fara þessa leið en að mála verkið aftur. Þetta er auðvitað ekki myndin sjálf, þetta er minning um hana – tilbrigði við stef.“ Undir það tekur Pétur. „Hörður var brautryðjandi í þess- um efnum og á sínu síðasta skeiði not- aði hann límbönd og bjó til úr þeim fræga seríu. Ættingjum hans fannst það þess vegna alveg í hans anda að líma myndina á gluggann.“ Þegar loftið var tekið niður í af- greiðslusaln- um kom efsti hluti myndar- innar í ljós og var að mestu leyti óskemmdur. LEIFAR DANSLILJUNNAR Pétur Ármannsson skoðar leifar verksins, bak við þil í afgreiðslu Tryggingastofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TILBRIGÐI VIÐ STEF Frumgerð af endurgerð Dansliljunnar, sem verður sett upp á glervegg í nýju útibúi Arion banka við Höfða síðar í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐ ENDA LILJUNNAR Meðal þeirra heimilda sem til voru um Dansliljuna eru svarthvítar myndir sem Hjálmar Bárðarson tók á sínum tíma. Hér situr listamaðurinn við enda verksins, sem var mun stærra, þrír metrar á hæð og sex metrar að lengd. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Í apríl 1954 opnaði Búnaðar- bankinn nýtt útibú á Lauga- vegi 114, í húsnæði sem nú er afgreiðsla Tryggingastofnun- ar ríkisins. Sérstaka athygli vakti stór veggmynd á aðal- vegg útibúsins eftir ungan listamann, Hörð Ágústsson. Veggmyndin, sem nefndist Dansliljan, var í stíl geometr- ískrar abstraktlistar, sú fyrsta þeirr- ar tegundar í opinberri byggingu hér á landi; sex metrar á lengd og þrír á hæð. Verkið hvarf sjónum eftir að bankaútibúið flutti í núverandi hús- næði sitt við Hlemm árið 1970 og hús- rýmið við Laugaveg var tekið til ann- arra nota. Sá málað yfir eigin mynd Fjörutíu árum síðar fékk Klara Steph- ensen, forstöðumaður listasafns Arion banka, símtal frá Listasafni Íslands, sem vildi fá að vita um afdrif mynd- arinnar fyrir væntanlega útgáfu á íslenskri listasögu. „Ég fór að grennslast fyrir um hvað hefði orðið um myndina,“ segir Klara. „Í safni bankans var til frummynd, sem svipar mjög til myndarinnar á veggnum.“ Klara leitaði til Péturs Ármanns- sonar arkitekts og við nánari eftir- grennslan kom í ljós hvað hafði orðið um myndina. „Hörður Ágústsson sagði sjálfur þá sögu að hann hafi gengið þarna framhjá einn góðan veðurdag og séð hvar iðnaðarmenn voru að mála yfir myndina,“ segir Pétur Ármannsson. „Menn hafa gefið sér það að myndin hafi verið glötuð, sem er mikil synd því þetta er tímamótaverk í íslenskri myndlistarsögu.“ Leifar af upprunalegu myndinni Í framhaldinu fékk Klara þá hug- mynd að minnast myndarinnar með einhverjum hætti, jafnvel endurgera hana, í tengslum við opnun á nýju útibúi í Arion banka við Höfða síðar í þessum mánuði. „Þannig byrjar þessi rannsókn,“ segir Pétur. Auk frummyndarinnar af verkinu í safni bankans voru til nokkr- ar svarthvítar ljósmyndir af því eftir Hjálmar Bárðarson. „Að auki voru til mjög nákvæmar teikningar af rýminu,“ segir Pétur. „Og út frá þessum gögnum gátum við fundið nákvæmlega hversu stór mynd- in var og öll hlutföll. Þetta voru heim- ildirnar sem við höfðum þegar við lögðum upp með að endurgera mynd- ina.“ Frummyndin gaf ákveðnar vísbend- ingar um litasamsetninguna, en ekki nákvæmar þar sem hún var máluð á pappír sem var tekinn að gulna. Klöru datt þá í hug að láta kanna hvort hægt væri að finna leifar af verkinu á vegg Tryggingastofnunar. Hún fékk Viktor Smára Sæmunds- son forvörð til verksins, og leit hann á vegginn fyrir einni og hálfri viku. „Þegar loftið var tekið niður í afgreiðslusalnum kom efsti hluti myndarinnar í ljós og var að mestu leyti óskemmdur,“ segir Klara. Þetta gaf von um að myndin gæti verið heil undir klæðningu á veggnum. „Það var ýmislegt sem benti til þess,“ segir Pétur. „En því miður hafði verið veggfóðrað yfir myndina og með sterku gúmmílími sem hafði bundist við litina. Neðri hluti myndarinnar, um þrír fjórðu hlutar verksins, var því gjörsamlega ónýtur.“ Heillegi hluti myndarinnar sýndi hins vegar litasamsetningu myndar- innar og var Garðar Erlingsson hjá Litalandi fenginn til að litgreina verkið. Vandinn að endurgera list Pétur bendir á að þótt stærð, hlutföll og litir myndarinnar hafi legið fyrir sé ekki sjálfgefið hvernig verk skuli endurgerð. „Þessi mynd er til dæmis algjör- lega sniðin inn í rými útibúsins og var órofa hluti af því. Það skapar ákveð- inn vanda, því það er ekki hægt að einfaldlega endurmála hana og setja Danslilja Harðar blómstrar á ný Árið 1954 málaði Hörður Ágústsson fyrsta abstraktverkið í opinberu rými hér á landi á vegg í Búnaðarbankanum við Laugaveg. Myndin hvarf sjónum þegar bankinn flutti árið 1970. Ákveðið var að endurgera verkið í nýju útibúi Arion banka. Við nánari skoðun fundust leifar af þessu tímamótaverki í húsnæði Tryggingastofnunar. Bergsteinn Sigurðsson kynnti sér málið. HÖRÐUR ÁGÚSTSSON Hörður Ágústsson (1922-2005) nam myndlist við Handíðaskólann í byrjun fimmta áratugarins og í Kaupmannahöfn og París að loknu stríði. Í París kynntist hann nýjustu viðhorfum þess tíma í arkitektúr og myndlist og var í hópi fyrstu íslensku listamannanna sem sýndu verk í anda geómetrískrar strangflatarlistar. Hörður taldi að hin nýja óhlutbundna myndlist ætti ekki að takmarkast við ramma málverksins og veggi listasafna, heldur vera hluti af daglegu umhverfi almennings. Samhliða myndlistinni teiknaði hann íbúðarhús, hannaði innréttingar og veitti ráð- gjöf um litaval í fyrirtækjum og heimahúsum. Hörður vann nokkrar veggmyndir í opinberar byggingar en sú eina sem hefur varð- veist er máluð veggmynd í aðalbyggingu Háskólans á Bifröst. Hörður var einnig afkastamikill fræðimaður og ritaði margar greinar um bygg- ingarlist. Eftir 1960 hóf hann skipulegar rannsóknir á íslenskri húsagerðarsögu og var einn fyrsti baráttumaðurinn fyrir varðveislu gamalla húsa hér á landi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.