Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 38

Fréttablaðið - 05.03.2011, Page 38
MENNING 2 Listasafn Íslands mætir nýju ári með mögnuðum sýningum. Inn- setningin Viðtöl um dauðann vakti töluverða athygli í Listasafni Reykjavíkur árið 2003, og nú hefur Listasafn Íslands fest kaup á þessu merkilega verki. Hljóðheimar er síðan afar tímabær sýningaröð og vekur athygli á fjölda myndlistar- manna sem nota hljóð í verkum sínum. Sýningarstjóri er Sigríður Ólafsdóttir. Lykilmaður í íslenskri myndlist Magnús Pálsson (1929) er lykil- maður í íslenskri myndlistarsögu. Verk hans eru kannski ekki mjög þekkt meðal almennings, en meðal myndlistaráhugamanna er mikil- vægi hans ótvírætt. Magnús hefur verið mjög virk- ur í listinni og haldið fjölmargar sýningar, hann var meðal annars fulltrúi Íslands á Tvíæringnum í Feneyjum árið 1980. Efniviður hans er fjölbreyttur. Gifs hefur verið honum hugleikið, hlutlaust efni sem fangar mót hlutveruleik- ans, mót hlutanna og andstæðu þeirra í senn. Hann hefur einnig gert afsteypur af óefniskenndum fyrirbærum, afsteypur af hljóði, líkan af dalalæðu. Tungumálið, kveðskapur, sögur, rytmi og rím eru stór þáttur í list hans, sem og Íslendingasögur, Eddukvæði, þjóðsögur og fleira. Magnús hefur unnið raddskúlptúra og kórverk. Ekki er unnt að gera list hans nein skil hér, en hún er einstaklega frjó, fjölbreytt, persónuleg og full af dásamlegum húmor. Magnús er einnig mikilvægur fyrir kennslu- störf sín, en hann stofnaði Nýlista- deild Myndlista- og handíðaskól- ans á sínum tíma og leit á kennslu sem listgrein. Óvenjulegt samstarf Fyrir átta árum fékk Helga Hans- dóttir öldrunarlæknir Magnús til að taka þátt í verkefni með sér. Helga hafði gert rannsókn: Fyrir- bærafræðileg rannsókn á viðhorf- um aldraðra til lífs og dauða og til meðferðar við lífslok. Í tengslum við samstarfsverkefnið List og vís- indi unnu þau saman sýninguna Viðtöl um dauðann og var hún sett upp í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi. Rætt var við aldr- aða um dauðann, Sigríður Hall- dórsdóttir hjúkrunarfræðingur tók viðtölin, en á sýningunni eru þau leiklesin. Magnús hefur fund- ið viðtölunum umgjörð sem er hversdagsleg og mögnuð í senn. Húsbúnaður, borð og stólar vísa til daglegs lífs, áhorfendur geta fengið sér sæti og hlustað á viðtöl- in í heyrnartólum. Ummyndun og bjögun rýmisins ásamt kvikmynd- um og hljóði sem varpað er á vegg ljær innsetningunni aukið drama. Leiklesturinn veitir nauðsynlega fjarlægð, upplifun þessara ein- staklinga er einstaklingsbundin, en um leið almenn. Innsetningin er stórvel heppn- uð. Hún nýtur sín betur hér en í Hafnarhúsinu á sínum tíma, var þó líka mögnuð þar. Dauðinn er ekki hversdagslegt umræðuefni en það er eitthvað mjög gott við að hlusta á samtöl um hann sem sjálf- sagðan hlut. Umgjörðin sér síðan fyrir því að við gleymum ekki því umróti sem dauðinn skapar í lífi þeirra sem eftir sitja, eða þeirra sem horfast í augu við dauðann sem staðreynd á einhvern máta. Samstarfið er óvenjulegt en ein- staklega vel unnið í alla staði. Djúpar drunur Sýningaröðin Hljóðheimar sam- anstendur af innsetningum sem skipta á tveggja vikna fresti, uppákomum, tónleikum, gjörn- ingum og fræðsluerindum. Það er við hæfi að Sigurður Guðjóns- son (1975) hefji sýningaröðina, en hann hefur vakið athygli alveg frá því að hann útskrifaðist með flott verk frá Listaháskóla Íslands árið 2003. Innsetningin Skruð var sýnd í Gallerí Suðsuðvestur í Reykja- nesbæ síðasta haust, í húsnæði sem er töluvert frábrugðið Lista- safninu, gömlu timburhúsi. Innsetningin er ekki síðri hér, jafnvel enn betri, því rýmið er ein- faldara í sniðum og rímar betur við list Sigurðar. Hér spila saman á rytmískan hátt hljóð og mynd og vísa í margar áttir. Tilraunakvik- myndir 20. aldar, jafnt Tarkovskí og Lars von Trier koma upp í hug- ann, en líka naumhyggjulistamenn sem vinna með einföld form. Ein- faldleikinn er þó ekki allur þar sem hann er séður, hverful lita- brigði brjóta upp svarthvíta mynd, hljóðheimurinn er margbrotinn. Þetta er heillandi verk sem sogar mann til sín. Í safninu eru einnig hljóðverk eftir fleiri listamenn sem sýna glögglega frjósemi og fjölbreytileika hljóðnotkunar í myndlist samtímans. Ragna Sigurðardóttir Niðurstaða: Innsetningar þeirra Magnúsar og Sigurðar ríma afar vel saman. Fjörutíu og sex ár skilja þessa listamenn að en þeir mætast full- komlega í verkum sínum. Verk beggja búa yfir sjaldgæfri dýpt og ná að fanga áhorfandann eftirminnilega. Róið á djúpmiðin Innsetningin nýtur sín betur hér en í Hafnarhúsinu á sínum tíma að mati gagnrýnanda. Umgjörðin sér síðan um að við gleymum ekki því umróti sem dauðinn skapar í lífi þeirra sem eftir sitja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA menning kemur út mánaðarlega með laugardagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Freyr Bjarnason Hönnun: Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd: Valgarður Gíslason Auglýsingar: Bjarni Þór Sigurðsson bjarnithor@365.is Myndlist ★★★★★ Viðtöl um dauðann Magnús Pálsson og Helga Hansdóttir Hljóðheimar Sigurður Guðjónsson, Skruð Listasafn Íslands Sími: 511 5090 Netfang: einarben@einarben.is Veffang: www.einarben.is Food and fun Við bjóðum John Mooney, eiganda Bell, Book and Candle Restaurant, velkominn á Einar Ben. Gómsætt og gaman! Upplifðu það besta frá New York á Einari Ben! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.