Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 42
5. mars 2011 LAUGARDAGUR2
Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á ókeypis örnámskeið í tilefni af aldar-
afmæli HÍ á morgun. Þetta eru meðal annars námskeið sem taka á gagnrýnni hugsun,
ástarsögum, japanskri skrautskrift, rússneska stafrófinu og handritalestri. Nánar á www.hi.is
„Ég mun ræða hvaða bækur eru
stelpubækur og hvaða bækur eru
strákabækur,“ segir Þórdís Gísla-
dóttir íslenskufræðingur, ein
þriggja fyrirlesara á ráðstefn-
unni Púkar og prinsessur sem
haldin verður í Gerðubergi í dag
milli klukkan 10.30 og 13.
„Slíkir merkimiðar hafa verið
settir á bókmenntir fyrir unga
lesendur allt frá þriðja ára-
tug síðustu aldar í svokölluðum
seríubókum. Hér á landi voru
einnig skrifaðar seríubækur,
þá um íslenskan veruleika, eins
og Öddu-bækurnar,“ segir Þór-
dís og bætir við að seríubækur
hafi verið vinsælar allt fram á
áttunda áratuginn. Upp úr 1970
hafi höfundar á Norðurlöndunum
farið að skrifa félagslega raun-
sæjar bækur, til dæmis Guð-
rún Helgadóttir og Olga Guðrún
Árnadóttir.
„Á þessu tímabili voru bæk-
urnar frekar skilgreindar sem
barna- og unglingabækur en
ekki stráka og stelpubækur.
Núna finnst mér hins vegar
eins og bilið hafi aftur breikk-
að. Eftir að íslensk börn urðu að
prinsum og prinsessum hefur
maður á tilfinningunni að kynin
lesi ekki sömu bækurnar,“ segir
Þórdís og bendir á að unglinga-
og barnabækur séu skrifaðar af
fullorðnum sem matreiði tíðar-
andann ofan í lesendurna.
„Í dag er gerður mikill
greinar munur á kynjunum í
þjóðfélaginu, Bleikt.is er til
dæmis vefur fyrir drottningar.
Skvísubækur eru stelpulegar
á litinn og í tengslum við þjóð-
félagsandann. Í raun eru barna-
og unglingabækur eins og valda-
tæki höfunda og útgefenda. Þær
lýsa ríkjandi viðhorfum.“ segir
Þórdís. „Það eru ekki margir höf-
undar sem skrifa fyrir unglinga á
Íslandi og það sem er þýtt er eitt-
hvað sem hægt er að selja.“
Einnig mun Þorvaldur Þor-
steinsson flytja erindið Strika-
merking stráka og marktækni
tegundagreininga og Brynhildur
Heiðar- og Ómarsdóttir flytur
erindið Hetjur í heimi ævintýr-
anna. Aðgangur er ókeypis.
heida@frettabladid.is
Púkar og prinsessur
Ráðstefna um barna- og unglingabækur verður haldin í dag í Gerðubergi. Umfjöllunarefnið er stelpu- og
strákabækur og fjallar Þórdís Gísladóttir um merkimiða á bókmenntum fyrir unga lesendur.
Þórdís Gísladóttir íslenskufræðingur flytur fyrirlestur um stráka- og stelpubókmenntir
á ráðstefnu í Gerðubergi í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
!"#
$%
&'
() *+'! , &! -./#
0
'1
'
2
23*
4
56#"
VALDAR YFIRHAFNIR
tvö verð 5.900,- og 9.900,-
Fjölskylduflokkur í Vindáshlíð
11. - 13. mars 2011
Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is
Verð með gistingu, dagskrá
og fullu fæði aðeins:
7.900,- kr. fyrir fullorðna
4.900,- kr. fyrir 6-17 ára
0 kr. fyrir 0-5 ára
vera ● Laugavegi 49
Sími 552 2020
Hin forna
í beinu flugi 21. - 25. apríl
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
ÞAÐ ERU FLEIRI PARTÝ OG MEIRA FJÖR Á VÍSI
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða,
meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.