Fréttablaðið - 05.03.2011, Blaðsíða 52
5. mars 2011 LAUGARDAGUR8
4x20
Stofnun ársins
leitar að fulltrúa
í skjalastjórnun og
skrifstofurekstri
Umferðarstofa
www.us.is
Borgartúni 30 – 105 Reykjavík
Sími: 580-2000 – Fax: 580-2001
Umferðarstofa var bæði árið 2009 og 2010 valin stofnun ársins í könnun sem gerð var á meðal félags-
manna SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu. Hjá stofnuninni starfa um 50 starfsmenn. Lögð er áhersla
á þjónustu, árangur, áreiðanleika og jákvæðni. Tilgangur Umferðarstofu er að auka lífsgæði með því að
efla öryggi í umferðinni. Stofnunin hefur innleitt stefnumiðað árangursmat og er því mikið lagt upp úr
mælanlegum árangri.
Starfið
Umferðarstofa leitar að fulltrúa í skjalastjórnun og skrifstofurekstri á rekstrarsviði. Um er að ræða
afleysingu í um 10 mánuði með möguleika á framtíðarstarfi. Starfshlutfall er 80% til 100%.
Möguleiki er að vinna starfið samhliða námi. Starfið felst einkum í:
Umsjón og uppbyggingu á skjalakerfi Umferðarstofu
Póstdreifingu og skráningu í málaskrá
Innkaupum og umsjón með skrifstofuvörum
Útgáfu og umsjón með eyðublöðum og upplýsingaskjölum
Ýmsum almennum skrifstofustörfum
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun á sviði bókasafns- og upplýsingafræða er æskileg
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
Leitað er að einstaklingi sem er jákvæður, úrræðagóður, mjög skipulagður, sýnir
frumkvæði, er fær í mannlegum samskiptum og hefur ríka þjónustulund
Umsóknarfrestur er til 21. mars 2011.
Hægt er að sækja um með eftirfarandi hætti:
Á vefsvæði Umferðarstofu á síðunni www.us.is/page/atvinnuumsokn
Með því að senda umsókn (CV/ferilskrá) á framkvæmdastjóra mannauðs- og
gæðasviðs, olof@us.is
Senda skriflega umsókn á eftirfarandi heimilisfang:
Umferðarstofa
Bt. Ólafar Friðriksdóttur
Borgartún 30
105 Reykjavík
Nánari upplýsingar veita Dagný Jónsdóttir, forstjóri og Ólöf Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og
gæðasviðs. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k.
sex mánuði ef staða losnar á ný. Upplýsingar um Umferðarstofu má finna á heimasíðu stofnunarinnar: www.us.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA